Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 19:31 Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður. Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður.
Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira