Tvöfalt fleiri rafskútuóhöpp á borði lögreglu Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 6. júlí 2020 15:41 Rafhlaupahjól njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Vísir/vilhelm Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni. Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni.
Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22
Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00