Enski boltinn

Voru ná­lægt því að lenda í handa­lög­málum en Mourin­ho var á­nægður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gomez og Son sættast eftir leikinn í gær.
Gomez og Son sættast eftir leikinn í gær. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var ánægður með ástríðuna sem sínir lærisveinar sýndu í leiknum gegn Everton í gær en Lundúnarliðin vann 1-0 sigur með sjálfsmarki Michael Keane.

Það sauð allt upp úr á leið inn til búningsherbergja í hálfleik en Hugo Lloris kom þá hlaupandi í átt að Son Heung-min og virtist ætla að hjóla í hann.

Frakkinn ku hafa verið ósáttur með varnarvinnu Son rétt fyrir hálfleikinn og það þurfti að stíga á milli þeirra en Mourinho var ánægður með þetta.

„Þetta er svo fallegt. Þetta er líklega afleiðingin af fundunum sem við héldum. Ef þú vilt kenna einhverjum um þetta þá er þetta mér að kenna. Ég var gagnrýninn á strákanna því þeir eru ekki nægilega gagnrýnir á sjálfan sig. Ég bað þá um að krefjast meira frá sjálfum sér og öðrum,“ sagði Mourinho.

„Ég bað þá um að öskra á liðsfélagana og að þeir myndu gera allt fyrir hvorn annan og atvikið undir lok fyrri hálfleiks var frábært því allir elska Son en fyrirliðinn hélt að hann hefði getað gefið meira.“

„Ég veit ekki ef hann ýtti honum eða ekki en það er mikilvægt fyrir liðið að þroskast. Því ef liðið þroskast krefjast þeir meira frá hvor öðrum og verða sterkari persónuleikar. Ég var mjög ánægður. Ég sagði við þá í hálfleik að ég var í engum vafa að þeir myndu standa saman þangað til í lok leiksins,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×