Vara við áhrifum á umhverfi vegna nýs vegar um Dynjandisheiði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 17:27 Til stendur að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. Vísir/Hafsteinn Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. Jákvæð áhrif þess að stytta Vestfjarðarveg með þverun Vatnsfjarðar væru óveruleg þegar horft er til þeirra samgöngubótar sem framkvæmdin í heild sinni felur í sér annars vegar og gildis þess svæðis sem framkvæmdin mun hafa á. Skipulagsstofnun gaf í dag út álit um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðarvegi á Dynjandisheiði. Í matsskýrslu Vegagerðarinnar er framkvæmdunum skipt í þrjá áfanga og lagt mat á umhverfisáhrif þrettán valkosta um veglínur á þessum þremur áföngum. Skipulagsstofnun telur ljóst að heilsársvegur um Dynjandisheiði komi til með að fela í sér verulegar samgöngubætur fyrir fjölda fólks á stóru svæði og er jafnframt sammála Vegagerðinni um að áhrif áfanganna á samfélag, landnotkun og mannvirki séu talsvert jákvæð, óháð leiðarvali. Þá sé, með tilliti til umhverfis- og verndunarsjónarmiða, eini valkosturinn því að fylgja núverandi veginn. Sá kafli Vestfjarðarvegar sem liggur um friðlandið í Vatnsfirði hafi þá sérstöðu að vera þegar með bundnu slitlagi ásamt því að vera ekki sérstakur farartálmi að vetri. Jákvæð áhrif hvað varði bættar samgöngur á þessum vegarkafla felist því fyrst og fremst í betri vegi upp á Dynjandisheiði. Fram kemur í álitinu að önnur helstu umhverfisáhrif framkvæmdarinnar felist í neikvæðum áhrifum á friðlýst svæði Dynjanda en á þeim vegarkafla eru lagðar fram tvær tillögur um veglínur til samanburðar sem að mati Skipulagsstofnunar hafa báðar talsvert neikvæð áhrif á verndarsvæðið. Skipulagsstofnun tekur því ekki afstöðu til þess hvor kosturinn eigi að verða fyrir valinu en bendir á að Umhverfisstofnun telur annan valkostanna ekki samræmast verndarskilmálum friðlýsts svæðis við Dynjanda. Þá muni framkvæmdirnar jafnframt valda umtalsverðu raski á náttúrulegri strandlengju þriggja innfjarða Suðurfjarða Arnarfjarðar sem mun hafa áhrif á lífríki fjöru þar sem finna má vistgerðir með hátt verndargildi og mikilvæg fæðuöflunarsvæði fugla. Vegagerðin hefur lagt fram fjölda mótvægisaðgerða vegna áhrifa á umhverfisþætti sem fjallað er um í umhverfismati hennar. Skipulagsstofnun metur það þó svo að þær þurfi að útfæra nánar og skilgreina með skýrari hætti ábyrgð með framkvæmd og eftirfylgni hennar. Samgöngur Skipulag Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. 10. maí 2020 22:02 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. Jákvæð áhrif þess að stytta Vestfjarðarveg með þverun Vatnsfjarðar væru óveruleg þegar horft er til þeirra samgöngubótar sem framkvæmdin í heild sinni felur í sér annars vegar og gildis þess svæðis sem framkvæmdin mun hafa á. Skipulagsstofnun gaf í dag út álit um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðarvegi á Dynjandisheiði. Í matsskýrslu Vegagerðarinnar er framkvæmdunum skipt í þrjá áfanga og lagt mat á umhverfisáhrif þrettán valkosta um veglínur á þessum þremur áföngum. Skipulagsstofnun telur ljóst að heilsársvegur um Dynjandisheiði komi til með að fela í sér verulegar samgöngubætur fyrir fjölda fólks á stóru svæði og er jafnframt sammála Vegagerðinni um að áhrif áfanganna á samfélag, landnotkun og mannvirki séu talsvert jákvæð, óháð leiðarvali. Þá sé, með tilliti til umhverfis- og verndunarsjónarmiða, eini valkosturinn því að fylgja núverandi veginn. Sá kafli Vestfjarðarvegar sem liggur um friðlandið í Vatnsfirði hafi þá sérstöðu að vera þegar með bundnu slitlagi ásamt því að vera ekki sérstakur farartálmi að vetri. Jákvæð áhrif hvað varði bættar samgöngur á þessum vegarkafla felist því fyrst og fremst í betri vegi upp á Dynjandisheiði. Fram kemur í álitinu að önnur helstu umhverfisáhrif framkvæmdarinnar felist í neikvæðum áhrifum á friðlýst svæði Dynjanda en á þeim vegarkafla eru lagðar fram tvær tillögur um veglínur til samanburðar sem að mati Skipulagsstofnunar hafa báðar talsvert neikvæð áhrif á verndarsvæðið. Skipulagsstofnun tekur því ekki afstöðu til þess hvor kosturinn eigi að verða fyrir valinu en bendir á að Umhverfisstofnun telur annan valkostanna ekki samræmast verndarskilmálum friðlýsts svæðis við Dynjanda. Þá muni framkvæmdirnar jafnframt valda umtalsverðu raski á náttúrulegri strandlengju þriggja innfjarða Suðurfjarða Arnarfjarðar sem mun hafa áhrif á lífríki fjöru þar sem finna má vistgerðir með hátt verndargildi og mikilvæg fæðuöflunarsvæði fugla. Vegagerðin hefur lagt fram fjölda mótvægisaðgerða vegna áhrifa á umhverfisþætti sem fjallað er um í umhverfismati hennar. Skipulagsstofnun metur það þó svo að þær þurfi að útfæra nánar og skilgreina með skýrari hætti ábyrgð með framkvæmd og eftirfylgni hennar.
Samgöngur Skipulag Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. 10. maí 2020 22:02 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06
Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. 10. maí 2020 22:02
Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent