Lýsir undrun og furðu eftir að hafa sótt um lækkun en fengið hækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 11:47 Frá Breiðamerkursandi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira