Segir ekkert samráð hafa átt sér stað við ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 18:14 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá bæjarstjórn kemur fram að ekkert samráð hafi átt sér stað við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitastjórnir á svæðinu. Tilkynnt var um lokun fangelsisins á mánudaginn og segir þar að með lokun fangelsisins verði hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Þá segir að kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Dómsmálaráðuneytið telur ávinninginn af lokun fangelsisins margþættan: boðunarlisti og fyrningar refsinga geti lækkað auk þess sem nýting á afpánunarrýmum verði betri. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnan í fangelsinu Á Akureyri sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri en að sögn Fangelsismálastofnunar verður þeim boðið starf í fangelsum ríkisins. Bæjarstjórn Akureyrar telur alvarlegt að leggja eigi niður fimm störf í bænum en jafnan muni lögreglumenn á vakt nú þurfa að sinna fangavörslu þegar ákvörðunin tekur gildi. Frá og með næstu mánaðamótum þurfi því tveir til fimm lögreglumenn á vakt að sinna fangavörslu. „Þessi ákvörðun mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Þá kemur jafnan fram að fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafi hingað til einnig sinnt föngum sem gista í fangageymslum lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum. „Bæjarstjórn Akureyrar telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja fimm störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og þar með sett löggæslu á stóru svæði landsins í algjört uppnám.“ Fangelsismál Akureyri Tengdar fréttir Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá bæjarstjórn kemur fram að ekkert samráð hafi átt sér stað við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitastjórnir á svæðinu. Tilkynnt var um lokun fangelsisins á mánudaginn og segir þar að með lokun fangelsisins verði hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Þá segir að kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Dómsmálaráðuneytið telur ávinninginn af lokun fangelsisins margþættan: boðunarlisti og fyrningar refsinga geti lækkað auk þess sem nýting á afpánunarrýmum verði betri. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnan í fangelsinu Á Akureyri sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri en að sögn Fangelsismálastofnunar verður þeim boðið starf í fangelsum ríkisins. Bæjarstjórn Akureyrar telur alvarlegt að leggja eigi niður fimm störf í bænum en jafnan muni lögreglumenn á vakt nú þurfa að sinna fangavörslu þegar ákvörðunin tekur gildi. Frá og með næstu mánaðamótum þurfi því tveir til fimm lögreglumenn á vakt að sinna fangavörslu. „Þessi ákvörðun mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Þá kemur jafnan fram að fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafi hingað til einnig sinnt föngum sem gista í fangageymslum lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum. „Bæjarstjórn Akureyrar telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja fimm störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og þar með sett löggæslu á stóru svæði landsins í algjört uppnám.“
Fangelsismál Akureyri Tengdar fréttir Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23
Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19