Opið bréf til dómsmálaráðherra Logi Einarsson skrifar 9. júlí 2020 12:00 Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. Í fyrsta lagi hefur fangelsið þótt gott og starfsfólkið rómað fyrir vinnu sína; hér er því um að ræða mikilvægt betrunarúrræði. Í öðru lagi er þetta skerðing á réttindum fanga sem þurfa nú frekar að afplána fjarri fjölskyldum sínum, þeim og ástvinum þeirra til tjóns. Í þriðja lagi á ég erfitt að sjá að ákvörðunin samrýmist stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Í fjórða lagi er ég fullviss um að þetta veikir löggæslu á svæðinu, ef ekki kemur aukið fé til hennar. Í ljósi þessa velti ég því fyrir mér hvort horft hefur verið nógu heildstætt á rekstarleg áhrif ríkissjóðs af þessari breytingu. Slíka skerðingu á mikilvægum samfélagslegum innviðum svæðisins munu íbúar þess ekki sætta sig við. Hér að neðan er örlítið dæmi um hvað þessi breyting mun hafa í för með sér strax um næstu mánaðarmót. Samkvæmt mínum upplýsingum eru, fyrir utan þá 10 fanga sem afplána í fangelsinu á Akureyri, að meðaltali hátt í 300 vistanir á ári, t.d. vegna handtöku við rannsóknir mála eða fólk sem þarf að sofa úr sér. Sumir í mjög slæmu ástandi. Í þessari tölu eru ekki gæsluvarðhaldsfangar. Samlegðaráhrifin eru augljós. Hingað til hefur það verið þannig að tveir fangaverðir á dagvakt hafa sinnt fangavörslu, og þá líka fyrir lögregluna, en næturvakt hefur verið sinnt af einum fangaverði sem hefur stuðning eins lögreglumanns. Ef fangelsinu verður lokað munu tveir af fimm lögregluþjónum á vakt á Akureyri hverju sinni verða fastir við fangavörslu u.þ.b. 300 daga á ári. Og aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring. Þá verður starfsstöðin á Akureyri orðin vanmáttug til að styðja við aðrar starfsstöðvar í embættinu. Loks mun þurfa að flytja gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur, ef fangelsinu verður lokað, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum þeirra og þá versnar staðan enn, auk þess sem það flækir, tefur og eykur kostnað við rannsókn mála að hafa gæsluvarðhaldsfangana í Reykjavík. Í því samhengi má minna á að það þótti brýnt að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu því vistun gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni hefði svo mikinn kostnað og óhagræði í för með sér. Ég ítreka, þetta ástand mun skapast strax um næstu mánaðamót ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. Þess má geta að samstarf lögreglunnar og Fangelsismálatofnunar um rekstur fangelsisins á Akureyri hefur varað í meira en 40 ár. Uppsagnirnar komu fangavörðum algerlega í opna skjöldu og þeir kannast ekki við að hafa verið boðinn flutningur í sambærileg störf á Suðvesturhorninu, eins og þó hefur verið fullyrt í fréttum. Þó það sé líklega óþarft minna minna þig á það jákvæða samfélagslega hlutverk sem góð og stöðug löggæsla gegnir og mikilvægi góðra betrunarúrræða í siðuðu samfélagi, geri ég það til vonar og vara. Að lokum hvet ég þig til að horfa á heildaráhrif þessarar ákvörðunar og falla frá henni. Einhenda þér frekar í uppbyggilegri verkefni eins og að semja við lögreglumenn sem hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði. Ég óska þér góðs gengis í störfum þínum, með fullri vinsemd, Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Fangelsismál Tengdar fréttir Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. Í fyrsta lagi hefur fangelsið þótt gott og starfsfólkið rómað fyrir vinnu sína; hér er því um að ræða mikilvægt betrunarúrræði. Í öðru lagi er þetta skerðing á réttindum fanga sem þurfa nú frekar að afplána fjarri fjölskyldum sínum, þeim og ástvinum þeirra til tjóns. Í þriðja lagi á ég erfitt að sjá að ákvörðunin samrýmist stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Í fjórða lagi er ég fullviss um að þetta veikir löggæslu á svæðinu, ef ekki kemur aukið fé til hennar. Í ljósi þessa velti ég því fyrir mér hvort horft hefur verið nógu heildstætt á rekstarleg áhrif ríkissjóðs af þessari breytingu. Slíka skerðingu á mikilvægum samfélagslegum innviðum svæðisins munu íbúar þess ekki sætta sig við. Hér að neðan er örlítið dæmi um hvað þessi breyting mun hafa í för með sér strax um næstu mánaðarmót. Samkvæmt mínum upplýsingum eru, fyrir utan þá 10 fanga sem afplána í fangelsinu á Akureyri, að meðaltali hátt í 300 vistanir á ári, t.d. vegna handtöku við rannsóknir mála eða fólk sem þarf að sofa úr sér. Sumir í mjög slæmu ástandi. Í þessari tölu eru ekki gæsluvarðhaldsfangar. Samlegðaráhrifin eru augljós. Hingað til hefur það verið þannig að tveir fangaverðir á dagvakt hafa sinnt fangavörslu, og þá líka fyrir lögregluna, en næturvakt hefur verið sinnt af einum fangaverði sem hefur stuðning eins lögreglumanns. Ef fangelsinu verður lokað munu tveir af fimm lögregluþjónum á vakt á Akureyri hverju sinni verða fastir við fangavörslu u.þ.b. 300 daga á ári. Og aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring. Þá verður starfsstöðin á Akureyri orðin vanmáttug til að styðja við aðrar starfsstöðvar í embættinu. Loks mun þurfa að flytja gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur, ef fangelsinu verður lokað, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum þeirra og þá versnar staðan enn, auk þess sem það flækir, tefur og eykur kostnað við rannsókn mála að hafa gæsluvarðhaldsfangana í Reykjavík. Í því samhengi má minna á að það þótti brýnt að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu því vistun gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni hefði svo mikinn kostnað og óhagræði í för með sér. Ég ítreka, þetta ástand mun skapast strax um næstu mánaðamót ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. Þess má geta að samstarf lögreglunnar og Fangelsismálatofnunar um rekstur fangelsisins á Akureyri hefur varað í meira en 40 ár. Uppsagnirnar komu fangavörðum algerlega í opna skjöldu og þeir kannast ekki við að hafa verið boðinn flutningur í sambærileg störf á Suðvesturhorninu, eins og þó hefur verið fullyrt í fréttum. Þó það sé líklega óþarft minna minna þig á það jákvæða samfélagslega hlutverk sem góð og stöðug löggæsla gegnir og mikilvægi góðra betrunarúrræða í siðuðu samfélagi, geri ég það til vonar og vara. Að lokum hvet ég þig til að horfa á heildaráhrif þessarar ákvörðunar og falla frá henni. Einhenda þér frekar í uppbyggilegri verkefni eins og að semja við lögreglumenn sem hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði. Ég óska þér góðs gengis í störfum þínum, með fullri vinsemd, Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar.
Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar