Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júlí 2020 10:00 Rúrik Gíslason er samningslaus. vísir/getty Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik stóð í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber forráðamönnum félagsins ekki söguna vel. Rúrik var gestur Brennslunnar í morgun þar sem hann fór yfir endalokin við Sandhausen en fréttir höfðu borist af því að Rúrik hafði átt í nokkru stappi við félagið eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun. „Þetta endaði ekkert sérlega vel. Þetta var allt frekar óheppilegt. Ég kem til Íslands vegna fjölskylduástæðna, óviðráðanlegra, og á meðan ég er hérna þá fara fram samningaviðræður að taka á okkur 20% launalækkun. Ég ákvað það snemma í ferlinu að mín 20% færu frekar í góðgerðarmál því mér fannst það réttara á þeim tímapunkti,“ sagði Rúrik. Móðir Rúriks, Þóra Ragnarsdóttir, var veik á þessum tíma og því fór hann heim til Íslands. Hún lést á Landspítalanum þann 16. apríl síðastliðinn, 66 ára að aldri. Tilbúinn að gefa til baka - þeim sem eiga það skilið „Þegar ég kem út aftur til æfinga og segi að þetta er mín ákvörðun, þá er ég bara sendur heim með hlaupaprógram og bannað að mæta á æfingar síðasta tvo og hálfa mánuðinn. Mér fannst það óréttlátt því fyrsta sem forsetinn sagði var að þetta væri frjálst val. Það voru fullt af leikmönnum í Þýskalandi sem tóku ekki á sig launalækkun en það fór ekki betur en svo að ég var settur í æfingabann. Þeir fóru með málið í fjölmiðla og sögðu að ég hafi ekki verið „fit“. Mamma var orðin mjög veik og ég fékk að fylgja henni síðustu dagana. Á meðan ég var ekki á líknardeildinni æfði ég eins og brjálæðingur og ef eitthvað er þá mætti ég út í betra formi en þegar ég fór heim.“ Sandhausen er eins og flest liðin í Þýskalandi, í eigu fyrirtækja eða stuðningsmanna, og segir hann að það sé skrýtið að þeir greiði út arð ef þeir skila hagnaði en þegar þeir lendi í vandræðum þá er leitað beint til starfsmannanna, þ.e.a.s. leikmanna félagsins. „Í Sandhausen tóku allir á sig launalækkun sem var ekkert byggð á einhverjum sérstökum tölum, bara því það voru öll liðin að gera þetta. Það er nú þannig í Þýskalandi að klúbbarnir eru „semi“ einkareknir og mér finnst skrýtið að ef þú ert að reka fyrirtæki og hagnast þá greiðirðu út arð en ferð til starfsmannanna ef illa gengur. Þetta var leiðinlegt COVID ástand en í ljósi þess sem undan var gengið, án þess ég fari sérstaklega út í það, þá vildi ég ekki gefa þeim eitthvað til baka. Ég er tilbúinn að gefa til baka þeim sem eiga skilið.“ Rúrik í bikarleik með Sandhausen gegn Borussia Mönchengladbach á síðasta ári. Óvíst er hvort að Rúrik haldi áfram í fótbolta.vísir/getty Ekkert afmælisboð til forráðamanna Sandhausen „Ég held að þetta hafi komið frá forsetanum. Það er þægilegt að geta loksins tjáð mig um þetta. Þetta er búið að vera mikið í fréttum hvernig málin voru. Þú ert með forseta og svo yfirmann knattspyrnumála og þjálfara sem eru já-menn forsetans. Málin fóru svo að ég gaf eftir 10% því þetta hefði getað farið fyrir rétt og ákveðinn hausverkur að fara fyrir dóm í öðru landi. Ég gaf eftir tíu prósent fyrir þann tíma sem ég var á Íslandi í þessu svokallaða fríi. Ég ákvað að þóknast þeim með það. Mér fannst það svo mikil taktleysi að ég hristi hausinn og ákvað á endanum að gefa eftir tíu prósent og geta bara labbað í burtu.“ Hann segir að á meðan hann var á Íslandi þá voru engar æfingar hjá Sandhausen. Þeir hafi einfaldlega viljað að hann myndi frekar fara út að hlaupa fyrir utan húsið sitt í Þýskalandi heldur en á Íslandi. „Ég fór til Íslands og fékk leyfi. Það voru engar æfingar heldur vorum við í hlaupaprógrammi. Þetta er harður heimur og enginn sénsar teknir. Oft vantar upp á almennt læsi þegar kemur að mennsku hliðinni, finnst mér persónulega, en það er margt gott í þessu. Ég er ekki kominn bara til þess að kvarta. Þetta var rosalega óheppilegt. Ég geymi það að bjóða þessum þremenningum í afmælið mitt.“ Gæti verið hættur Aðspurður segir hann að lið í Pepsi Max-deildinni hafi haft samband við hann en hann er ekki viss hvort að hann hafi áhuga á að spila hér heima. „Það hefur alveg gerst en ég hef tekið þann pól í hæðina að vera bara með fjölskyldunni og taka mér smá frí. Mér fannst það mikilvægt. Það hafa lið haft samband,“ en hefur hann áhuga á að spila hér heima? „Eins og staðan er í dag þá kannski ekki en það getur alltaf breyst. Ég veit ekkert á hverju þessi ákvörðun er byggð hjá mér. Ég vildi bara koma heim og njóta lífsins,“ en er Rúrik hættur í fótbolta? „Það fer eftir því hvað kemur upp. Núna ertu að reyna ná fyrirsögn frá mér. Ég er ekki fæddur í gær,“ sagði Rúrik og hló. „Ég vildi gæti svarað þessu og þú ert ekki sá eini sem spyrð. Mér finnst gaman í fótbolta og áhuginn er til staðar og metnaðurinn. Við sjáum hvað gerist. Ef ekkert spennandi kemur upp þá verður maður að fara gera eitthvað annað - og það er svo sem alveg verkefni á borðinu sem bíða ef fótboltinn fái stígvélið frá mér.“ Íslendingar erlendis Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik stóð í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber forráðamönnum félagsins ekki söguna vel. Rúrik var gestur Brennslunnar í morgun þar sem hann fór yfir endalokin við Sandhausen en fréttir höfðu borist af því að Rúrik hafði átt í nokkru stappi við félagið eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun. „Þetta endaði ekkert sérlega vel. Þetta var allt frekar óheppilegt. Ég kem til Íslands vegna fjölskylduástæðna, óviðráðanlegra, og á meðan ég er hérna þá fara fram samningaviðræður að taka á okkur 20% launalækkun. Ég ákvað það snemma í ferlinu að mín 20% færu frekar í góðgerðarmál því mér fannst það réttara á þeim tímapunkti,“ sagði Rúrik. Móðir Rúriks, Þóra Ragnarsdóttir, var veik á þessum tíma og því fór hann heim til Íslands. Hún lést á Landspítalanum þann 16. apríl síðastliðinn, 66 ára að aldri. Tilbúinn að gefa til baka - þeim sem eiga það skilið „Þegar ég kem út aftur til æfinga og segi að þetta er mín ákvörðun, þá er ég bara sendur heim með hlaupaprógram og bannað að mæta á æfingar síðasta tvo og hálfa mánuðinn. Mér fannst það óréttlátt því fyrsta sem forsetinn sagði var að þetta væri frjálst val. Það voru fullt af leikmönnum í Þýskalandi sem tóku ekki á sig launalækkun en það fór ekki betur en svo að ég var settur í æfingabann. Þeir fóru með málið í fjölmiðla og sögðu að ég hafi ekki verið „fit“. Mamma var orðin mjög veik og ég fékk að fylgja henni síðustu dagana. Á meðan ég var ekki á líknardeildinni æfði ég eins og brjálæðingur og ef eitthvað er þá mætti ég út í betra formi en þegar ég fór heim.“ Sandhausen er eins og flest liðin í Þýskalandi, í eigu fyrirtækja eða stuðningsmanna, og segir hann að það sé skrýtið að þeir greiði út arð ef þeir skila hagnaði en þegar þeir lendi í vandræðum þá er leitað beint til starfsmannanna, þ.e.a.s. leikmanna félagsins. „Í Sandhausen tóku allir á sig launalækkun sem var ekkert byggð á einhverjum sérstökum tölum, bara því það voru öll liðin að gera þetta. Það er nú þannig í Þýskalandi að klúbbarnir eru „semi“ einkareknir og mér finnst skrýtið að ef þú ert að reka fyrirtæki og hagnast þá greiðirðu út arð en ferð til starfsmannanna ef illa gengur. Þetta var leiðinlegt COVID ástand en í ljósi þess sem undan var gengið, án þess ég fari sérstaklega út í það, þá vildi ég ekki gefa þeim eitthvað til baka. Ég er tilbúinn að gefa til baka þeim sem eiga skilið.“ Rúrik í bikarleik með Sandhausen gegn Borussia Mönchengladbach á síðasta ári. Óvíst er hvort að Rúrik haldi áfram í fótbolta.vísir/getty Ekkert afmælisboð til forráðamanna Sandhausen „Ég held að þetta hafi komið frá forsetanum. Það er þægilegt að geta loksins tjáð mig um þetta. Þetta er búið að vera mikið í fréttum hvernig málin voru. Þú ert með forseta og svo yfirmann knattspyrnumála og þjálfara sem eru já-menn forsetans. Málin fóru svo að ég gaf eftir 10% því þetta hefði getað farið fyrir rétt og ákveðinn hausverkur að fara fyrir dóm í öðru landi. Ég gaf eftir tíu prósent fyrir þann tíma sem ég var á Íslandi í þessu svokallaða fríi. Ég ákvað að þóknast þeim með það. Mér fannst það svo mikil taktleysi að ég hristi hausinn og ákvað á endanum að gefa eftir tíu prósent og geta bara labbað í burtu.“ Hann segir að á meðan hann var á Íslandi þá voru engar æfingar hjá Sandhausen. Þeir hafi einfaldlega viljað að hann myndi frekar fara út að hlaupa fyrir utan húsið sitt í Þýskalandi heldur en á Íslandi. „Ég fór til Íslands og fékk leyfi. Það voru engar æfingar heldur vorum við í hlaupaprógrammi. Þetta er harður heimur og enginn sénsar teknir. Oft vantar upp á almennt læsi þegar kemur að mennsku hliðinni, finnst mér persónulega, en það er margt gott í þessu. Ég er ekki kominn bara til þess að kvarta. Þetta var rosalega óheppilegt. Ég geymi það að bjóða þessum þremenningum í afmælið mitt.“ Gæti verið hættur Aðspurður segir hann að lið í Pepsi Max-deildinni hafi haft samband við hann en hann er ekki viss hvort að hann hafi áhuga á að spila hér heima. „Það hefur alveg gerst en ég hef tekið þann pól í hæðina að vera bara með fjölskyldunni og taka mér smá frí. Mér fannst það mikilvægt. Það hafa lið haft samband,“ en hefur hann áhuga á að spila hér heima? „Eins og staðan er í dag þá kannski ekki en það getur alltaf breyst. Ég veit ekkert á hverju þessi ákvörðun er byggð hjá mér. Ég vildi bara koma heim og njóta lífsins,“ en er Rúrik hættur í fótbolta? „Það fer eftir því hvað kemur upp. Núna ertu að reyna ná fyrirsögn frá mér. Ég er ekki fæddur í gær,“ sagði Rúrik og hló. „Ég vildi gæti svarað þessu og þú ert ekki sá eini sem spyrð. Mér finnst gaman í fótbolta og áhuginn er til staðar og metnaðurinn. Við sjáum hvað gerist. Ef ekkert spennandi kemur upp þá verður maður að fara gera eitthvað annað - og það er svo sem alveg verkefni á borðinu sem bíða ef fótboltinn fái stígvélið frá mér.“
Íslendingar erlendis Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti