Úlfarnir aftur á sigurbraut er þeir rúlluðu yfir Gylfa og félaga Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 12:50 Úlfarnir aftur á sigurbraut. getty/Sam Bagnall Wolves vann Gylfa Sigurðsson og félaga í Everton nokkuð örugglega í dag, með þremur mörkum gegn engu. Það tók rúmar 45. mínútur fyrir Úlfanna að brjóta ísinn, en í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu þeir vítaspyrnu sem Raul Jimenez skoraði úr af öryggi. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Úlfunum. Leander Dendoncker jók forskot Wolves í tvö mörk strax á annarri mínútu síðari hálfleiks. Það var svo Diogo Jota sem gerði þriðja mark Úlfanna á 74. mínútu. Mörkin hefðu hæglega geta orðið fleiri en Adama Traoré átti skot í þverslánna á 86. mínútu. Gylfi Þór lék allan leikinn fyrir Everton. Lokatölur 3-0 og fara Úlfarnir upp í 6. sæti með 55 stig, fimm stigum frá Chelsea í þriðja sætinu en þrjár umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni. Everton situr í 11. sæti með 45 stig og er nokkurnveginn úr Evrópubaráttunni. Enski boltinn Fótbolti
Wolves vann Gylfa Sigurðsson og félaga í Everton nokkuð örugglega í dag, með þremur mörkum gegn engu. Það tók rúmar 45. mínútur fyrir Úlfanna að brjóta ísinn, en í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu þeir vítaspyrnu sem Raul Jimenez skoraði úr af öryggi. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Úlfunum. Leander Dendoncker jók forskot Wolves í tvö mörk strax á annarri mínútu síðari hálfleiks. Það var svo Diogo Jota sem gerði þriðja mark Úlfanna á 74. mínútu. Mörkin hefðu hæglega geta orðið fleiri en Adama Traoré átti skot í þverslánna á 86. mínútu. Gylfi Þór lék allan leikinn fyrir Everton. Lokatölur 3-0 og fara Úlfarnir upp í 6. sæti með 55 stig, fimm stigum frá Chelsea í þriðja sætinu en þrjár umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni. Everton situr í 11. sæti með 45 stig og er nokkurnveginn úr Evrópubaráttunni.