Þór/KA tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fyrr í dag. Liðið vann þá 1-0 sigur á Keflavík, toppliði Lengjudeildarinnar.
Markið gerði Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir á 13. mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Markið má sjá hér að neðan.
Þór/KA var því í pottinum þegar dregið var í 8-liða úrslitum í beinni útsendingu að leik loknum. Þar var Þór/KA fyrsta liðið upp úr skálinni og á eftir kom Lengjudeildarlið Hauka.
Það er því ljóst að Akureyringar eiga góðan möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar.
8-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Þór/KA - Haukar
FH - KR
ÍA - Breiðablik
Selfoss - Valur
Sjáðu markið sem tryggði @thorkastelpur sæti í 8-liða úrslitum @mjolkurbikarinn kvenna megin
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 11, 2020
Minnum á að dregið verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem er hafin! pic.twitter.com/RWQSd1NjIR