„Stjórnandi sem er undirlagður af streitu er ekki að sýna sínar bestu hliðar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2020 10:37 Hugrún Linda Guðmundsdóttir Vísir/Vilhelm Hugrún Linda Guðmundsdóttir segir mikilvægt að stjórnendur hugi að sjálfum sér þegar álag er mikið og það eigi ekki síst við um nú þegar aðstæður í atvinnulífinu eru krefjandi og óvissa ríkir víða enn. Þá er mikilvægt að treysta starfsfólkinu sínu og reyna að skapa jákvætt andrúmsloft á vinnustöðum því það eitt og sér hjálpar teymum oft að komast í gegnum erfiða tíma. Hugrún er félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari hjá Heillandi hugur, Fræðslu og heilsusetur. Hún segir að á meðan krísuástand varir sé mikilvægt að stjórnendur haldi fólkinu sínu upplýstu eftir bestu getu. Þannig geti góð upplýsingamiðlun ein og sér komið í veg fyrir óþarfa óöryggi og óvissu á meðal starfsmanna. Þetta eigi vel við nú þegar atvinnulífið er að hefja sína viðspyrnu fyrir alvöru til að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Hugrún segir þó að þótt stjórnendum sé mikið í mun að starfsfólki þeirra líði sem best, megi þeir ekki gleyma sjálfum sér. „Stjórnendur eru bara fólk eins og allir hinir. Ég myndi því ráðleggja þeim að byrja á að hlúa að sjálfum sér. Stjórnendur verða að passa streitueinkennin sín og halda andlegu jafnvægi í gegnum óvissu og erfiðleika. Stjórnandi sem er undirlagður af streitu er ekki að sýna sínar bestu hliðar og er ekki gott fordæmi fyrir hina,“ segir Hugrún og bætir við „Yfirvegaður og rólegur stjórnandi tekur betri ákvarðanir, er meira til staðar fyrir fólkið sitt, hefur betri yfirsýn og, einbeitingu. Alveg sama hvað gengur á í fyrirtækinu þá þurfa allir að halda athygli til að geta leyst verkefnin sem koma upp.“ En hvað myndir þú ráðleggja stjórnendum sem vilja efla sjálfstraust starfsfólks og teyma? „Stjórnandi þarf að treysta fólkinu sínu, leyfa þeim að koma með hugmyndir og lausnir, láta fólk finna að það skiptir máli. Að fólk fái verkefni við hæfi þar sem það getur nýtt styrkleikana sína og getu á sem bestan hátt. Félagslega umhverfið þarf að vera öruggt þannig að það sé pláss fyrir fólk sem líður kannski ekki alltaf vel, að það sé skilningur til staðar og hlustun á milli starfsmanna, samstaða og sanngirni. Stjórnandi getur haft áhrif á það hvernig fólk upplifir starfið sitt, en það skiptir miklu máli að fólk upplifi að starfið sem það sinnir sé mikilvægt og skipti máli í stærra samhengi, að það hafi tilgang. Þetta gerir stjórnandi með því að veita því athygli sem fólk gerir ásamt jákvæðri endurgjöf, hlustun og hlýju. Svo er alltaf gott að skapa jákvæðar tilfinningar, hafa gleðina og húmorinn upp við. Brjóta upp dagana og gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Hugrún. Að sögn Hugrúnar er líka mikilvægt að stjórnandi sem sjálfu glímir við mikið álag og streitu þori að biðja um aðstoð, hvort sem sú aðstoð er innanhús eða frá utanaðkomandi. Það geti hjálpað stjórnandanum að ná yfirsýn og skipuleggja næstu vikur og mánuði. „Oft er hægt að útdeila verkefnum, forgangsraða betur og skipuleggja það sem hægt er að skipuleggja. Mikilvægast fyrir alla er að halda heilsu, passa upp andlegt og líkamlegt jafnvægi sem og jafnvægi milli vinnu og einkalífs,“ segir Hugrún. Stjórnun Tengdar fréttir Þurfum súrefnisgrímuna til að sinna verkefnunum framundan Óvissan við að það sem framundan getur haft áhrif á sjálfsöryggi og líðan sem mikilvægt er að efla þannig að við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranirnar framundan í vinnu og einkalífi. 2. júní 2020 11:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hugrún Linda Guðmundsdóttir segir mikilvægt að stjórnendur hugi að sjálfum sér þegar álag er mikið og það eigi ekki síst við um nú þegar aðstæður í atvinnulífinu eru krefjandi og óvissa ríkir víða enn. Þá er mikilvægt að treysta starfsfólkinu sínu og reyna að skapa jákvætt andrúmsloft á vinnustöðum því það eitt og sér hjálpar teymum oft að komast í gegnum erfiða tíma. Hugrún er félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari hjá Heillandi hugur, Fræðslu og heilsusetur. Hún segir að á meðan krísuástand varir sé mikilvægt að stjórnendur haldi fólkinu sínu upplýstu eftir bestu getu. Þannig geti góð upplýsingamiðlun ein og sér komið í veg fyrir óþarfa óöryggi og óvissu á meðal starfsmanna. Þetta eigi vel við nú þegar atvinnulífið er að hefja sína viðspyrnu fyrir alvöru til að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Hugrún segir þó að þótt stjórnendum sé mikið í mun að starfsfólki þeirra líði sem best, megi þeir ekki gleyma sjálfum sér. „Stjórnendur eru bara fólk eins og allir hinir. Ég myndi því ráðleggja þeim að byrja á að hlúa að sjálfum sér. Stjórnendur verða að passa streitueinkennin sín og halda andlegu jafnvægi í gegnum óvissu og erfiðleika. Stjórnandi sem er undirlagður af streitu er ekki að sýna sínar bestu hliðar og er ekki gott fordæmi fyrir hina,“ segir Hugrún og bætir við „Yfirvegaður og rólegur stjórnandi tekur betri ákvarðanir, er meira til staðar fyrir fólkið sitt, hefur betri yfirsýn og, einbeitingu. Alveg sama hvað gengur á í fyrirtækinu þá þurfa allir að halda athygli til að geta leyst verkefnin sem koma upp.“ En hvað myndir þú ráðleggja stjórnendum sem vilja efla sjálfstraust starfsfólks og teyma? „Stjórnandi þarf að treysta fólkinu sínu, leyfa þeim að koma með hugmyndir og lausnir, láta fólk finna að það skiptir máli. Að fólk fái verkefni við hæfi þar sem það getur nýtt styrkleikana sína og getu á sem bestan hátt. Félagslega umhverfið þarf að vera öruggt þannig að það sé pláss fyrir fólk sem líður kannski ekki alltaf vel, að það sé skilningur til staðar og hlustun á milli starfsmanna, samstaða og sanngirni. Stjórnandi getur haft áhrif á það hvernig fólk upplifir starfið sitt, en það skiptir miklu máli að fólk upplifi að starfið sem það sinnir sé mikilvægt og skipti máli í stærra samhengi, að það hafi tilgang. Þetta gerir stjórnandi með því að veita því athygli sem fólk gerir ásamt jákvæðri endurgjöf, hlustun og hlýju. Svo er alltaf gott að skapa jákvæðar tilfinningar, hafa gleðina og húmorinn upp við. Brjóta upp dagana og gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Hugrún. Að sögn Hugrúnar er líka mikilvægt að stjórnandi sem sjálfu glímir við mikið álag og streitu þori að biðja um aðstoð, hvort sem sú aðstoð er innanhús eða frá utanaðkomandi. Það geti hjálpað stjórnandanum að ná yfirsýn og skipuleggja næstu vikur og mánuði. „Oft er hægt að útdeila verkefnum, forgangsraða betur og skipuleggja það sem hægt er að skipuleggja. Mikilvægast fyrir alla er að halda heilsu, passa upp andlegt og líkamlegt jafnvægi sem og jafnvægi milli vinnu og einkalífs,“ segir Hugrún.
Stjórnun Tengdar fréttir Þurfum súrefnisgrímuna til að sinna verkefnunum framundan Óvissan við að það sem framundan getur haft áhrif á sjálfsöryggi og líðan sem mikilvægt er að efla þannig að við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranirnar framundan í vinnu og einkalífi. 2. júní 2020 11:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þurfum súrefnisgrímuna til að sinna verkefnunum framundan Óvissan við að það sem framundan getur haft áhrif á sjálfsöryggi og líðan sem mikilvægt er að efla þannig að við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranirnar framundan í vinnu og einkalífi. 2. júní 2020 11:00