Vestri sigraði Þrótt Reykjavík 1-0 í Lengjudeild karla í dag. Leikurinn fór fram á Ísafirði.
Eina mark leiksins skoraði Viðar Þór Sigurðsson á 90. mínútu eftir darraðadans í teignum eftir hornspyrnu.
Vestri fer með sigrinum upp í sjö stig í sjöunda sæti deildarinnar, vel gert hjá nýliðunum. Þróttur er hinsvegar í skelfilegum málum á botni deildarinnar ásamt Magna með núll stig eftir fimm umferðir og hefur liðið einungis náð að skora eitt mark.