Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2020 23:10 Enn er óvíst hvað Skallagrímur gerir í málinu. Vísir/Skallagrímur Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra rasísku ummæla sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. Afsökunarbeiðnin var birt á Fótbolta.net fyrr í kvöld. „Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Atla Steinars. „Drullastu heim til Namibíu,“ ku vera hluti af þeim ummælum sem Atli Steinar lét falla í leiknum og deila má um hversu marga vegu er hægt að túlka þau á. Uppfært: Hermt var að leikmaðurinn fengi að æfa áfram með Skallagrími en það mun ekki vera rétt. Yfirlýsingar um framhaldið er að vænta frá stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms í dag. Hvað KSÍ gerir í málinu á enn eftir að koma í ljós. Yfirlýsingu Atla Steinars má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum. Ég get ekki annað gert en stigið fram, viðurkennt mín mistök og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð mitt. Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina. Það skal einnig tekið fram að ég einn er ábyrgur fyrir ummælum mínum og hegðun og ég mun taka afleiðingunum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt. Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum. Virðingarfyllst Atli Steinar Ingason Fótbolti Íslenski boltinn Skallagrímur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra rasísku ummæla sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. Afsökunarbeiðnin var birt á Fótbolta.net fyrr í kvöld. „Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Atla Steinars. „Drullastu heim til Namibíu,“ ku vera hluti af þeim ummælum sem Atli Steinar lét falla í leiknum og deila má um hversu marga vegu er hægt að túlka þau á. Uppfært: Hermt var að leikmaðurinn fengi að æfa áfram með Skallagrími en það mun ekki vera rétt. Yfirlýsingar um framhaldið er að vænta frá stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms í dag. Hvað KSÍ gerir í málinu á enn eftir að koma í ljós. Yfirlýsingu Atla Steinars má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum. Ég get ekki annað gert en stigið fram, viðurkennt mín mistök og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð mitt. Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina. Það skal einnig tekið fram að ég einn er ábyrgur fyrir ummælum mínum og hegðun og ég mun taka afleiðingunum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt. Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum. Virðingarfyllst Atli Steinar Ingason
Yfirlýsingin Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum. Ég get ekki annað gert en stigið fram, viðurkennt mín mistök og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð mitt. Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina. Það skal einnig tekið fram að ég einn er ábyrgur fyrir ummælum mínum og hegðun og ég mun taka afleiðingunum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt. Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum. Virðingarfyllst Atli Steinar Ingason
Fótbolti Íslenski boltinn Skallagrímur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35
Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40