Erlent

Aldrei fleiri smit greind á einum degi

Sylvía Hall skrifar
Tilfellum heldur áfram að fjölga í Bandaríkjunum, en hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og þar. Þá hafa langflestir látist af völdum veirunnar þar í landi eða rúmlega 135 þúsund.
Tilfellum heldur áfram að fjölga í Bandaríkjunum, en hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og þar. Þá hafa langflestir látist af völdum veirunnar þar í landi eða rúmlega 135 þúsund. Vísir/Getty

Yfir 230 þúsund kórónuveirusmit greindust í heiminum í gær og er það mesti fjöldi staðfestra tilfella á einum degi. Flest voru tilfellin í Ameríku og Suðaustur-Asíu sem og í Brasilíu og Suður-Afríku.

Faraldurinn er því enn í hröðum vexti í heiminum en þann 10. júlí greindust rúmlega 228 þúsund á einum sólarhring, og höfðu aldrei svo mörg tilfelli verið staðfest á einum sólarhring.

Samkvæmt frétt Reuters voru dauðsföll enn í kringum 5 þúsund á dag líkt og hefur verið undanfarið. Staðfest tilfelli á heimsvísu nálgast því 13 milljónir en yfir 565 þúsund hafa látist af völdum veirunnar síðustu sjö mánuði.

Dauðsföllum í Mexíkó hefur fjölgað undanfarið og hafa nú fleiri látið lífið þar vegna kórónuveirunnar en á Ítalíu, eða rétt rúmlega 35 þúsund. Aðeins hafa fleiri látist í þremur öðrum ríkjum heims; Bandaríkjunum, Brasilíu og Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×