Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júlí 2020 13:34 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78. „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ Þetta sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‚78 í hádegisfréttum Bylgjunnar um forsetakosningarnar sem fóru fram í Póllandi í gær. Andrzej Duda, sitjandi forseti, bar sigurorð af Rafal Trzakowski, borgarstjóra Varsjár, en sigurinn var afar naumur. Duda hlaut rúmlega 51% atkvæða en Trzakowski hátt í 49%. Afstaða Pólverja á Íslandi var aftur á móti mun afdráttarlausari en hátt í 80% Pólverja á Íslandi vildu Rafal Trzakowski í forsetastólinn. Hvað lest þú í þá kosningabaráttu sem Duda hefur háð? „Það sem hann er að gera er auðvitað það sem gekk vel hjá flokknum hans, Lögum og réttlæti, í síðustu þingkosningum og það er að auka ótta gegn hinsegin fólki og nota hinsegin fólk sem einhvers konar grýlu til þess að fá fólk til að kjósa sig. Þau hafa gert þetta áður, gerðu þetta í kosningunum þar á undan, þá var flóttafólk grýlan. Þau nýta minnihlutahópa og hatur gegn þeim og ótta til þess að ná völdum.“ Erfiðara að ræða stjórnmál við fjölskylduna nú en áður Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur og fyrrverandi formaður fjölmenningarráðs, segir að pólska þjóðin sé klofin að loknum forsetakosningum. Í Bítinu í morgun fjallaði Thomasz um kosningarnar sem fóru fram í gær en Tomasz segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um Duda, að vera með honum eða á móti. Samfélagið í Póllandi einkennist nú af sundrungu og togstreitu. „Nú er samfélagið skipt í tvennt. Stór hópur fólks hefur fengið nóg af ríkisstjórninni og því sem hún hefur gert á undanförnum árum eins og hatur á hinseginfólki og þjóðernishyggju.“ Hann segir kosningarnar hafa skipað Pólverjum í tvær andstæðar fylkingar og að nú sé afar erfitt að ræða um stjórnmál, meira að segja innan fjölskyldunnar. „Það er erfiðara núna að tala um pólitík. Fjölskyldan mín er fyrir Duda og það hefur reynst mér erfitt að tala við fjölskylduna mína um pólitík. Það er næstum því ekki hægt. Það er næstum því eins og að allir þurfi að segja hvort þeir styðji Duda eða ekki. Það þarf að skilgreina sig.“ Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ Þetta sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‚78 í hádegisfréttum Bylgjunnar um forsetakosningarnar sem fóru fram í Póllandi í gær. Andrzej Duda, sitjandi forseti, bar sigurorð af Rafal Trzakowski, borgarstjóra Varsjár, en sigurinn var afar naumur. Duda hlaut rúmlega 51% atkvæða en Trzakowski hátt í 49%. Afstaða Pólverja á Íslandi var aftur á móti mun afdráttarlausari en hátt í 80% Pólverja á Íslandi vildu Rafal Trzakowski í forsetastólinn. Hvað lest þú í þá kosningabaráttu sem Duda hefur háð? „Það sem hann er að gera er auðvitað það sem gekk vel hjá flokknum hans, Lögum og réttlæti, í síðustu þingkosningum og það er að auka ótta gegn hinsegin fólki og nota hinsegin fólk sem einhvers konar grýlu til þess að fá fólk til að kjósa sig. Þau hafa gert þetta áður, gerðu þetta í kosningunum þar á undan, þá var flóttafólk grýlan. Þau nýta minnihlutahópa og hatur gegn þeim og ótta til þess að ná völdum.“ Erfiðara að ræða stjórnmál við fjölskylduna nú en áður Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur og fyrrverandi formaður fjölmenningarráðs, segir að pólska þjóðin sé klofin að loknum forsetakosningum. Í Bítinu í morgun fjallaði Thomasz um kosningarnar sem fóru fram í gær en Tomasz segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um Duda, að vera með honum eða á móti. Samfélagið í Póllandi einkennist nú af sundrungu og togstreitu. „Nú er samfélagið skipt í tvennt. Stór hópur fólks hefur fengið nóg af ríkisstjórninni og því sem hún hefur gert á undanförnum árum eins og hatur á hinseginfólki og þjóðernishyggju.“ Hann segir kosningarnar hafa skipað Pólverjum í tvær andstæðar fylkingar og að nú sé afar erfitt að ræða um stjórnmál, meira að segja innan fjölskyldunnar. „Það er erfiðara núna að tala um pólitík. Fjölskyldan mín er fyrir Duda og það hefur reynst mér erfitt að tala við fjölskylduna mína um pólitík. Það er næstum því ekki hægt. Það er næstum því eins og að allir þurfi að segja hvort þeir styðji Duda eða ekki. Það þarf að skilgreina sig.“
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37
Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29
Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09