Mitt stærsta afrek ef Ísland kæmist á EM - „Allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd“ Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2020 12:00 Erik Hamrén og Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, fagna innilega í sigri gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli. VÍSIR/GETTY Erik Hamrén er orðinn langeygður eftir því að fá að hitta lærisveina sína í íslensk karlalandsliðinu í fótbolta. Átta mánuðir eru liðnir síðan að hann var síðast með aðalhópinn sinn en biðinni lýkur þegar Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september, í Þjóðadeildinni. Hamrén segist í viðtali við FIFA sjá sitthvað jákvætt við hléið langa frá fótboltanum, sem er afleiðing kórónuveirufaraldursins, þar sem hann hafi getað varið meiri tíma með fjölskyldunni og spilað meira golf en vanalega. „Samt sem áður sakna ég fótboltans mikið og ég hlakka til að byrja almennilega aftur. Ég hitti leikmennina síðast í nóvember svo biðin var orðin löng jafnvel áður en öllu var skellt í lás. Og við vorum allir farnir að hlakka mikið til og undirbúa okkur fyrir EM umspilsleikina. Það er því frábært að það sé að styttast í þá,“ sagði Hamrén. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 8. október og sigurliðið í þeim leik mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Þangað stefna Hamrén og hans menn fullum fetum. Hamrén fór með Svíþjóð á EM 2012 og 2016, og hefur unnið danska og norska meistaratitilinn, en tekur undir að það yrði sitt stærsta afrek að koma Íslandi á EM: „Það yrði það sennilega, einfaldlega vegna þess hve mikill munur er á stærð þjóðanna, og vegna þess að nánast allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd; að taka við þessu starfi. Það yrði algjörlega stórkostlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland að komast á þrjú stórmót í röð, og já, ég held að það yrði mitt stærsta afrek sem þjálfari,“ sagði Hamrén. Erik Hamrén hlakkar mikið til að komast aftur á Laugardalsvöll til að stýra íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM Eina vandamálið verið meiðsli lykilmanna Fólk taldi Hamrén „klikkaðan“ að taka við íslenska landsliðinu þar sem að leiðin gæti eiginlega aðeins legið niður á við, eftir að liðið hafði komist á EM og HM auk þess sem leikmannahópurinn sem að þeim afrekum stóð var tekinn að eldast. Hamrén var spurður út í það hvort einhver endurnýjun hefði átt sér stað í liðinu og kvaðst ekki kvíða framtíðinni en benti á að enn væri nóg eftir á tanknum hjá gullkynslóðinni. „Ég hef verið mjög ánægður með leikmennina hvað þetta varðar. Ég velti þessari spurningu fyrir mér þegar ég tók við; hafa þessir eldri leikmenn enn hæfileikana og hungrið til að ná enn meiri mögnuðum árangri með Íslandi? Og ég hef séð að svo er. Ég er svakalega ánægður með hugarfarið þeirra. Eina vandamálið sem við höfum glímt við, sem hafði áhrif á fyrri þjálfara líka, eru meiðsli mikilvægra leikmanna. Fólkið hérna sagði mér að byrjunarliðið hefði nánast verið það sama í fjögur ár, og sá stöðugleiki hefur hjálpað mikið. Þannig hefur þetta hins vegar ekki verið síðustu ár, og ef að nokkrir lykilmenn eru meiddir er það mun erfiðara fyrir fámenna þjóð, með færri leikmenn til að velja úr. Þetta hefur þó gefið okkur tækifæri til að taka inn og prófa yngri leikmenn, og sumir þeirra hafa virkilega gripið tækifærið. Ég sé svo sannarlega framtíð hjá Íslandi þegar þessi magnaða kynslóð hættir að spila,“ sagði Hamrén. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Erik Hamrén er orðinn langeygður eftir því að fá að hitta lærisveina sína í íslensk karlalandsliðinu í fótbolta. Átta mánuðir eru liðnir síðan að hann var síðast með aðalhópinn sinn en biðinni lýkur þegar Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september, í Þjóðadeildinni. Hamrén segist í viðtali við FIFA sjá sitthvað jákvætt við hléið langa frá fótboltanum, sem er afleiðing kórónuveirufaraldursins, þar sem hann hafi getað varið meiri tíma með fjölskyldunni og spilað meira golf en vanalega. „Samt sem áður sakna ég fótboltans mikið og ég hlakka til að byrja almennilega aftur. Ég hitti leikmennina síðast í nóvember svo biðin var orðin löng jafnvel áður en öllu var skellt í lás. Og við vorum allir farnir að hlakka mikið til og undirbúa okkur fyrir EM umspilsleikina. Það er því frábært að það sé að styttast í þá,“ sagði Hamrén. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 8. október og sigurliðið í þeim leik mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Þangað stefna Hamrén og hans menn fullum fetum. Hamrén fór með Svíþjóð á EM 2012 og 2016, og hefur unnið danska og norska meistaratitilinn, en tekur undir að það yrði sitt stærsta afrek að koma Íslandi á EM: „Það yrði það sennilega, einfaldlega vegna þess hve mikill munur er á stærð þjóðanna, og vegna þess að nánast allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd; að taka við þessu starfi. Það yrði algjörlega stórkostlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland að komast á þrjú stórmót í röð, og já, ég held að það yrði mitt stærsta afrek sem þjálfari,“ sagði Hamrén. Erik Hamrén hlakkar mikið til að komast aftur á Laugardalsvöll til að stýra íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM Eina vandamálið verið meiðsli lykilmanna Fólk taldi Hamrén „klikkaðan“ að taka við íslenska landsliðinu þar sem að leiðin gæti eiginlega aðeins legið niður á við, eftir að liðið hafði komist á EM og HM auk þess sem leikmannahópurinn sem að þeim afrekum stóð var tekinn að eldast. Hamrén var spurður út í það hvort einhver endurnýjun hefði átt sér stað í liðinu og kvaðst ekki kvíða framtíðinni en benti á að enn væri nóg eftir á tanknum hjá gullkynslóðinni. „Ég hef verið mjög ánægður með leikmennina hvað þetta varðar. Ég velti þessari spurningu fyrir mér þegar ég tók við; hafa þessir eldri leikmenn enn hæfileikana og hungrið til að ná enn meiri mögnuðum árangri með Íslandi? Og ég hef séð að svo er. Ég er svakalega ánægður með hugarfarið þeirra. Eina vandamálið sem við höfum glímt við, sem hafði áhrif á fyrri þjálfara líka, eru meiðsli mikilvægra leikmanna. Fólkið hérna sagði mér að byrjunarliðið hefði nánast verið það sama í fjögur ár, og sá stöðugleiki hefur hjálpað mikið. Þannig hefur þetta hins vegar ekki verið síðustu ár, og ef að nokkrir lykilmenn eru meiddir er það mun erfiðara fyrir fámenna þjóð, með færri leikmenn til að velja úr. Þetta hefur þó gefið okkur tækifæri til að taka inn og prófa yngri leikmenn, og sumir þeirra hafa virkilega gripið tækifærið. Ég sé svo sannarlega framtíð hjá Íslandi þegar þessi magnaða kynslóð hættir að spila,“ sagði Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira