Erlent

Ginsburg lögð inn á sjúkrahús

Andri Eysteinsson skrifar
Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna
Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna AP/J. Scott Applewhite

Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar.

BBC greinir frá því að Ginsburg, sem er 87 ára gömul, hafi verið flutt á Johns Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna möguleika á því að sýking hafi komið upp eftir aðgerð í fyrra.

Ginsburg mun dvelja á sjúkrahúsinu í nokkra daga á meðan hún jafnar sig og er hún nú við góða heilsu.

Hin frjálslynda Ginsburg hefur reglulega verið lögð inn á sjúkrahús á undanförnum áratugum en hún hefur í fjórgang gengist undir aðgerðir vegna krabbameins. Þá hefur hún einnig orðið fyrir því að brjóta rifbein eftir fall.

Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt í Bandaríkjunum og óttast Demókratar það að láti Ginsburg af störfum fái Donald Trump að skipa þriðja hæstaréttardómarann á forsetatíð sinni en Hæstiréttur er í dag talinn vera með íhaldssaman meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×