Chelsea sagt tilbúið að eyða hundrað milljónum evra í Oblak Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 08:00 Jan Oblak i leik með Atletico Madrid á móti Liverpool í Meistaradeildinni. Hann er hér á undan Mohamed Salah í boltann. EPA-EFE/PETER POWELL Spænska blaðið AS slær því upp að Chelsea sé tilbúið að borga hundrað milljónir evra fyrir slóvenska markvörðinn Jan Oblak hjá Atletico Madrid. Það gera 90,7 milljónir punda og sextán milljarðar íslenskra króna. Það eru bara tæp tvö ár síðan að Chelsea borgaði 80 milljónir evra fyrir spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga en Kepa hefur ekki staðið undir væntingum á Stamford Bridge. Chelsea gerði Kepa þá að dýrasta markverði fótboltasögunnar og hann er það ennþá. Kepa Arrizabalaga sló þá metið sem Alisson Becker átti um tíma. Chelsea are reportedly willing to offer 100m euros (£90.7m) for Atletico Madrid keeper Jan Oblak.Latest transfer rumours: https://t.co/1iW3hFksO9 pic.twitter.com/LSQ6NpVAE0— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2020 Kepa Arrizabalaga gæti vissulega verið hluti af kaupunum á Oblak en Chelsea mun væntanlega losa sig við hann kaupi félagið nýjan aðalmarkvörð. Með því gæti Lundúnafélagið lækkað kaupverðið verulega. Frank Lampard vill greinilega breyta um markvörð og það eru fáir betri markverðir í heiminum en einmitt hinn 27 ára gamli Jan Oblak. Jan Oblak er tveimur árum eldri en Kepa Arrizabalaga sem skiptir þó minna máli í tilfelli markvarða. 27 ár er enginn aldur fyrir markvörð og Jan Oblak ætti að eiga sín bestu ár eftir. Atlético Madrid hefur engan áhuga á því að missa Jan Oblak en það eru hins vegar mjög miklir peningar í boði fyrir hann á erfiðum tímum. Jan Oblak skrifaði undir nýjan samning árið 2019 og rennur hann ekki út fyrr en árið 2023. Það er hægt að kaupa upp samninginn hans fyrir 120 milljónir evra sem er ekki mjög langt frá því sem Chelsea virðist vera tilbúið að borga fyrir hann. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Sjá meira
Spænska blaðið AS slær því upp að Chelsea sé tilbúið að borga hundrað milljónir evra fyrir slóvenska markvörðinn Jan Oblak hjá Atletico Madrid. Það gera 90,7 milljónir punda og sextán milljarðar íslenskra króna. Það eru bara tæp tvö ár síðan að Chelsea borgaði 80 milljónir evra fyrir spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga en Kepa hefur ekki staðið undir væntingum á Stamford Bridge. Chelsea gerði Kepa þá að dýrasta markverði fótboltasögunnar og hann er það ennþá. Kepa Arrizabalaga sló þá metið sem Alisson Becker átti um tíma. Chelsea are reportedly willing to offer 100m euros (£90.7m) for Atletico Madrid keeper Jan Oblak.Latest transfer rumours: https://t.co/1iW3hFksO9 pic.twitter.com/LSQ6NpVAE0— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2020 Kepa Arrizabalaga gæti vissulega verið hluti af kaupunum á Oblak en Chelsea mun væntanlega losa sig við hann kaupi félagið nýjan aðalmarkvörð. Með því gæti Lundúnafélagið lækkað kaupverðið verulega. Frank Lampard vill greinilega breyta um markvörð og það eru fáir betri markverðir í heiminum en einmitt hinn 27 ára gamli Jan Oblak. Jan Oblak er tveimur árum eldri en Kepa Arrizabalaga sem skiptir þó minna máli í tilfelli markvarða. 27 ár er enginn aldur fyrir markvörð og Jan Oblak ætti að eiga sín bestu ár eftir. Atlético Madrid hefur engan áhuga á því að missa Jan Oblak en það eru hins vegar mjög miklir peningar í boði fyrir hann á erfiðum tímum. Jan Oblak skrifaði undir nýjan samning árið 2019 og rennur hann ekki út fyrr en árið 2023. Það er hægt að kaupa upp samninginn hans fyrir 120 milljónir evra sem er ekki mjög langt frá því sem Chelsea virðist vera tilbúið að borga fyrir hann.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Sjá meira