Enski boltinn

„Gott að sjá að Van Dijk og Alis­son eru ekki vél­menni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Virgil van Dijk í þann mund að gefa sendinguna slæmu sem kostaði fyrsta mark leiksins.
Virgil van Dijk í þann mund að gefa sendinguna slæmu sem kostaði fyrsta mark leiksins. vísir/getty

Notendur Twitter voru vel með á nótunum, eins og svo oft áður, yfir leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Liverpool tapaði 2-1 á Emirates leikvanginum sem gerir það að verkum að þeir ná ekki að bæta stigamet Manchester City í ensku deildinni.

Bæði Alisson og Virgil van Dijk, sem hafa verið magnaðir á leiktíðinni, gerðu sig báðir seka um skelflileg mistök sem kostuðu mark en það er afar ólíkt þeirra frammistöðu á leiktíðinni.

„Gott að sjá að Van Dijk og Alisson eru ekki vélmenni,“ skrifaði knattspyrnuþjálfarinn og fyrrum leikmaðurinn skrautlegi, Joey Barton, en hann bætti þó við.

„Þeir eru þó enn mest framúrskarandi leikmenn í sinni stöðu.“

Einhverjir slógu á léttari nótur og sögðu að Virgil van Dijk væri kominn með Sead Kolasinac eða Shokdran Mustafi grímu, svo léleg hefði verið frammistaðan.

Annar sagði að Virgil van Dijk og Alisson hefðu breyst í David Ospina og David Luiz á Emirates-leikvanginum í gær en þeir tveir síðastnefndu hafa verið duglegir að gefa mörk í Arsenal-liðinu undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×