Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2020 22:15 Einar Karl (fyrir miðju) tryggði Val stigin þrjú á Kópavogsvelli í kvöld með stórglæsilegu marki úr aukaspyrnu. Vísir/Bára Það var nóg af frábærum leikjum í kvöld en ásamt leiknum í Kópavogi unnu Íslandsmeistarar KR 3-0 sigur á Fylki í Árbænum. Þá vann Víkingur 6-2 sigur á Skagamönnum í Víkinni og því var ljóst að liðið sem myndi vinna leik kvöldsins færi upp í 2. sæti deildarinnar. Fór það svo að Valur vann leikinn þökk sé marki varamannsins Einars Karls Ingvarssonar á 81. mínútu en markið var í glæsilegri kantinum. Upp í samskeytin beint úr aukaspyrnu. Aðstæður voru frábærarar á Kópavogsvelli í kvöld en veðurguðirnir léku við leikmenn sem og áhorfendur en rúmlega 1600 manns voru á vellinum. Byrjunarlið Breiðabliks vakti athygli en erfitt var að lesa í hvaða leikkerfi liðið ætlaði sér að spila fyrir leik miðað við þá leikmenn sem það stillti upp. Virtist sem liðið væri í einhverri útfærslu af 3-1-6 leikkerfi. Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason og Viktor Örn Margeirsson mynduðu þriggja manna varnarlínu og þar fyrir framan var Oliver Sigurjónsson. Svo var einfaldlega hægt að giska á stöður hinna leikmanna liðsins þó Kwame Quee hafi verið nær allan fyrri hálfleikinn úti á hægri vængnum. Þrátt fyrir frábært veður þá var fyrri hálfleikur engin veisla. Besta færið fékk Kaj Leo í Bartalsstovu á 9. mínútu. Boltinn barst þá til Færeyingsins á fjærstöng þar sem hann hafði allan tíma í heiminum til að athafna sig en honum tókst að skjóta í bringuna á Antoni Ara Einarssyni í marki heimamanna. Fyrir utan það var lítið um færi í fyrri hálfleik en Blikar vildu fá vítaspyrnu undir lok hálfleiksins þegar virtist brotið á Thomas Mikkelsen innan vítateigs. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, var ekki sammála og flautaði ekki. Elfar Freyr Helgason þurfti að yfirgefa völlinn eftir sléttan hálftíma eftir að hafa – að því virtist – fengið höfuðhögg. Tók það Blikana dágóða stund að koma Elfari Frey af vellinum en hann virkaði vankaður þessa rúmu mínútu sem hann var inn á eftir að hann fékk fyrst aðhlynningu frá sjúkraþjálfara liðsins. Þá fór Andri Rafn Yeoman af velli í hálfleik en virtist einnig fá högg á höfuðið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Í hans stað kom Alexander Helgi Sigurðarson. Síðari hálfleikur fór heldur betur fjörlega af stað. Kristinn Freyr Sigurðsson kom gestunum yfir eftir aðeins eina mínútu eða svo. Aron Bjarnason átti þá skot sem Anton Ari sló upp í loftið. Kaj Leo ætlaði að fylgja eftir en hittir boltann skelfilega svo hann fer aftur upp í loftið. Sem betur fer fyrir Val rataði boltinn beint á Kristinn Frey sem gat ekki annað en skorað. Augnabliki síðar höfðu Blikar jafnað metin. Það gerði Thomas Mikkelsen úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Sebastian Hedlund braut á Mikkelsen þegar boltinn var á leið inn í teig eftir hornspyrnu. Mikkelsen skoraði örugglega úr vítinu og staðan orðin 1-1. Eftir það var leikurinn í járnum en bæði lið lögðu mikið í leikinn. Alls fóru til að mynda átta gul spjöld á loft. Þá hefði Brynjólfur Andersen Willumsson mögulega átt að fá sitt annað gula í liði heimamanna en hann braut oftar en einu sinni af sér á spjaldi. Að sama skapi var brotið á honum ítrekað allan leikinn. Eftir mörkin í upphafi síðari hálfleiks var lítið um opin marktækifæri og kom sigurmarkið úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni. Valsmenn vildu fá annað gult á Brynjólf en Einar Karl lét það ekki á sig fá. Spyrnan var svo gott sem fullomin, fór beint upp í samskeytin og staðan orðin 2-1 Val í vil. Reyndust það lokatölur og Valsmenn komnir upp í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir ríkjandi Íslandsmeisturum KR sem tróna á toppi deildarinnar. Breiðablik er áfram í 4. sæti með 11 stig en liðið hefur ekki landað sigri í síðustu fjórum leikjum. Af hverju vann Valur? Af því Einar Karl kann að taka aukaspyrnur. Í raun er erfitt að finna einhverja eina ástæðu fyrir sigri Vals. Þær eru margar en eins og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali eftir leik þá áttu hans menn ekkert skilið að tapa leiknum hér í kvöld. Í raun má segja að breiddin í liði Vals hafi skilað þessum sigri. Einar Karl er nýkominn inn á völlinn þegar hann tekur spyrnuna. Hann smellhittir boltann og tryggir Val sigurinn. Ekki amalegt að eiga svona menn á bekknum. Hverjir stóðu upp úr? Hannes Þór Halldórsson var frábær í marki Vals. Sömu sögu má segja af Valgeiri Lunddal í vinstri bakverðinum en hann er búinn að eigna sér þá stöðu. Aron Bjarnason og Kaj Leo áttu fínan dag þó manni finnst eins og það komi lítið sem ekkert úr því sem sá færeyski geri. Þá verður að minnast á innkomu Einar Karls. Hún tryggði jú Valsmönnum þrjú stig. Einnig var Kristinn Freyr flottur í liði Vals og allt annað að sjá leik liðsins með hann í holunni á bakvið Pedersen. Hjá Blikum var Anton Ari ískaldur í markinu að venju en Blikar spiluðu alltaf út, sama hversu mikið Valsmenn pressuðu þá. Damir var öflugur í miðverðinum en mikið rót var á varnarlínu Blika í leiknum. Kristinn Steindórsson var flottur fram á við og sömu sögu má segja um Brynjólf. Það er hrein unun að horfa á drenginn spila fótbolta. Hvað gekk illa? Dönsku framherjarnir tveir, Thomas Mikkelsen og Patrick Pedersen, hafa átt betri daga. Þó Mikkelsen hafi skorað þá komust þeir ekki í sín hefðbundnu dauðafæri. Að því sögðu hefði Mikkelsen mögulega átt að fá víti í fyrri hálfleik þegar Hedlund braut á honum. Hedlund braut hins vegar á honum í síðari hálfleik og gaf þar með vítaspyrnu rétt eftir að Valur hafði komist yfir. Hann hefur átt betri daga í miðverðinum hjá Val. Kwame Quee voru mislagðir fætur í leiknum og segja má að hann hafi ekki gripið gæsina hér í kvöld. Hvað gerist næst? Það er stutt milli stríða hjá Blikum en þeir mæta HK í Kórnum á fimmtudaginn kemur, þann 23. júlí. Sama kvöld mæta Fylkir, sem töpuðu 3-0 fyrir KR fyrr í kvöld, á Hlíðarenda. Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn hefur áhyggjur af því að Brynjólfur Andersen verði hrakinn úr deildinni ef fer sem horfir.Vísir/Bára „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann.“ „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni,“ sagði Óskar einnig. Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum. Einar Karl: Góð tilfinning að geta gert eitthvað fyrir liðið Einar Karl tryggði Val sigurinn í kvöld.Vísir/Stefán „Geggjað að geta klárað þennan leik með svona flottu aukaspyrnumarki og fá þrjú stig á móti Blikum er mjög sterkt,“ sagði hetja Valsmanna að leik loknum. „Það er góð tilfinning að geta gert eitthvað fyrir liðið. Mér fannst ég gera það í dag,“ sagði Einar einnig en hann hóf leikinn á varamannabekknum. Það var mikill hiti í leik kvöldsins en alls fóru átta gul spjöld á loft. Hvernig er að koma inn í þannig leik? „Það er alltaf erfitt að koma inn í svona leik en ef maður er ákveðinn að berjast og hjálpa liðinu þá er maður alltaf rétt stemmdur.“ „Já ég held það. Það eru nokkrir hlutir sem þarf að bæta leik fyrir leik og við erum að vinna í þeim hlutum. Okkur finnst við hafa spilað ágætlega en kannski kemur einn og einn leikur þar sem maður er ekki nægilega góður en þá verður maður að geta klárað þá með þremur stigum eins og í kvöld,“ sagði Einar Karl aðspurður hvort Valsmenn væru ef til vill tiltölulega sáttir með gengi liðsins framan af sumri. „Já ég vona það,“ sagði Einar og glotti að lokum eftir að vera spurður hvort hann væri búinn að gefa hinum íhaldsama Heimi höfuðverk með liðsvalið fyrir næsta leik. Pepsi Max-deild karla
Það var nóg af frábærum leikjum í kvöld en ásamt leiknum í Kópavogi unnu Íslandsmeistarar KR 3-0 sigur á Fylki í Árbænum. Þá vann Víkingur 6-2 sigur á Skagamönnum í Víkinni og því var ljóst að liðið sem myndi vinna leik kvöldsins færi upp í 2. sæti deildarinnar. Fór það svo að Valur vann leikinn þökk sé marki varamannsins Einars Karls Ingvarssonar á 81. mínútu en markið var í glæsilegri kantinum. Upp í samskeytin beint úr aukaspyrnu. Aðstæður voru frábærarar á Kópavogsvelli í kvöld en veðurguðirnir léku við leikmenn sem og áhorfendur en rúmlega 1600 manns voru á vellinum. Byrjunarlið Breiðabliks vakti athygli en erfitt var að lesa í hvaða leikkerfi liðið ætlaði sér að spila fyrir leik miðað við þá leikmenn sem það stillti upp. Virtist sem liðið væri í einhverri útfærslu af 3-1-6 leikkerfi. Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason og Viktor Örn Margeirsson mynduðu þriggja manna varnarlínu og þar fyrir framan var Oliver Sigurjónsson. Svo var einfaldlega hægt að giska á stöður hinna leikmanna liðsins þó Kwame Quee hafi verið nær allan fyrri hálfleikinn úti á hægri vængnum. Þrátt fyrir frábært veður þá var fyrri hálfleikur engin veisla. Besta færið fékk Kaj Leo í Bartalsstovu á 9. mínútu. Boltinn barst þá til Færeyingsins á fjærstöng þar sem hann hafði allan tíma í heiminum til að athafna sig en honum tókst að skjóta í bringuna á Antoni Ara Einarssyni í marki heimamanna. Fyrir utan það var lítið um færi í fyrri hálfleik en Blikar vildu fá vítaspyrnu undir lok hálfleiksins þegar virtist brotið á Thomas Mikkelsen innan vítateigs. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, var ekki sammála og flautaði ekki. Elfar Freyr Helgason þurfti að yfirgefa völlinn eftir sléttan hálftíma eftir að hafa – að því virtist – fengið höfuðhögg. Tók það Blikana dágóða stund að koma Elfari Frey af vellinum en hann virkaði vankaður þessa rúmu mínútu sem hann var inn á eftir að hann fékk fyrst aðhlynningu frá sjúkraþjálfara liðsins. Þá fór Andri Rafn Yeoman af velli í hálfleik en virtist einnig fá högg á höfuðið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Í hans stað kom Alexander Helgi Sigurðarson. Síðari hálfleikur fór heldur betur fjörlega af stað. Kristinn Freyr Sigurðsson kom gestunum yfir eftir aðeins eina mínútu eða svo. Aron Bjarnason átti þá skot sem Anton Ari sló upp í loftið. Kaj Leo ætlaði að fylgja eftir en hittir boltann skelfilega svo hann fer aftur upp í loftið. Sem betur fer fyrir Val rataði boltinn beint á Kristinn Frey sem gat ekki annað en skorað. Augnabliki síðar höfðu Blikar jafnað metin. Það gerði Thomas Mikkelsen úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Sebastian Hedlund braut á Mikkelsen þegar boltinn var á leið inn í teig eftir hornspyrnu. Mikkelsen skoraði örugglega úr vítinu og staðan orðin 1-1. Eftir það var leikurinn í járnum en bæði lið lögðu mikið í leikinn. Alls fóru til að mynda átta gul spjöld á loft. Þá hefði Brynjólfur Andersen Willumsson mögulega átt að fá sitt annað gula í liði heimamanna en hann braut oftar en einu sinni af sér á spjaldi. Að sama skapi var brotið á honum ítrekað allan leikinn. Eftir mörkin í upphafi síðari hálfleiks var lítið um opin marktækifæri og kom sigurmarkið úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni. Valsmenn vildu fá annað gult á Brynjólf en Einar Karl lét það ekki á sig fá. Spyrnan var svo gott sem fullomin, fór beint upp í samskeytin og staðan orðin 2-1 Val í vil. Reyndust það lokatölur og Valsmenn komnir upp í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir ríkjandi Íslandsmeisturum KR sem tróna á toppi deildarinnar. Breiðablik er áfram í 4. sæti með 11 stig en liðið hefur ekki landað sigri í síðustu fjórum leikjum. Af hverju vann Valur? Af því Einar Karl kann að taka aukaspyrnur. Í raun er erfitt að finna einhverja eina ástæðu fyrir sigri Vals. Þær eru margar en eins og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali eftir leik þá áttu hans menn ekkert skilið að tapa leiknum hér í kvöld. Í raun má segja að breiddin í liði Vals hafi skilað þessum sigri. Einar Karl er nýkominn inn á völlinn þegar hann tekur spyrnuna. Hann smellhittir boltann og tryggir Val sigurinn. Ekki amalegt að eiga svona menn á bekknum. Hverjir stóðu upp úr? Hannes Þór Halldórsson var frábær í marki Vals. Sömu sögu má segja af Valgeiri Lunddal í vinstri bakverðinum en hann er búinn að eigna sér þá stöðu. Aron Bjarnason og Kaj Leo áttu fínan dag þó manni finnst eins og það komi lítið sem ekkert úr því sem sá færeyski geri. Þá verður að minnast á innkomu Einar Karls. Hún tryggði jú Valsmönnum þrjú stig. Einnig var Kristinn Freyr flottur í liði Vals og allt annað að sjá leik liðsins með hann í holunni á bakvið Pedersen. Hjá Blikum var Anton Ari ískaldur í markinu að venju en Blikar spiluðu alltaf út, sama hversu mikið Valsmenn pressuðu þá. Damir var öflugur í miðverðinum en mikið rót var á varnarlínu Blika í leiknum. Kristinn Steindórsson var flottur fram á við og sömu sögu má segja um Brynjólf. Það er hrein unun að horfa á drenginn spila fótbolta. Hvað gekk illa? Dönsku framherjarnir tveir, Thomas Mikkelsen og Patrick Pedersen, hafa átt betri daga. Þó Mikkelsen hafi skorað þá komust þeir ekki í sín hefðbundnu dauðafæri. Að því sögðu hefði Mikkelsen mögulega átt að fá víti í fyrri hálfleik þegar Hedlund braut á honum. Hedlund braut hins vegar á honum í síðari hálfleik og gaf þar með vítaspyrnu rétt eftir að Valur hafði komist yfir. Hann hefur átt betri daga í miðverðinum hjá Val. Kwame Quee voru mislagðir fætur í leiknum og segja má að hann hafi ekki gripið gæsina hér í kvöld. Hvað gerist næst? Það er stutt milli stríða hjá Blikum en þeir mæta HK í Kórnum á fimmtudaginn kemur, þann 23. júlí. Sama kvöld mæta Fylkir, sem töpuðu 3-0 fyrir KR fyrr í kvöld, á Hlíðarenda. Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn hefur áhyggjur af því að Brynjólfur Andersen verði hrakinn úr deildinni ef fer sem horfir.Vísir/Bára „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann.“ „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni,“ sagði Óskar einnig. Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum. Einar Karl: Góð tilfinning að geta gert eitthvað fyrir liðið Einar Karl tryggði Val sigurinn í kvöld.Vísir/Stefán „Geggjað að geta klárað þennan leik með svona flottu aukaspyrnumarki og fá þrjú stig á móti Blikum er mjög sterkt,“ sagði hetja Valsmanna að leik loknum. „Það er góð tilfinning að geta gert eitthvað fyrir liðið. Mér fannst ég gera það í dag,“ sagði Einar einnig en hann hóf leikinn á varamannabekknum. Það var mikill hiti í leik kvöldsins en alls fóru átta gul spjöld á loft. Hvernig er að koma inn í þannig leik? „Það er alltaf erfitt að koma inn í svona leik en ef maður er ákveðinn að berjast og hjálpa liðinu þá er maður alltaf rétt stemmdur.“ „Já ég held það. Það eru nokkrir hlutir sem þarf að bæta leik fyrir leik og við erum að vinna í þeim hlutum. Okkur finnst við hafa spilað ágætlega en kannski kemur einn og einn leikur þar sem maður er ekki nægilega góður en þá verður maður að geta klárað þá með þremur stigum eins og í kvöld,“ sagði Einar Karl aðspurður hvort Valsmenn væru ef til vill tiltölulega sáttir með gengi liðsins framan af sumri. „Já ég vona það,“ sagði Einar og glotti að lokum eftir að vera spurður hvort hann væri búinn að gefa hinum íhaldsama Heimi höfuðverk með liðsvalið fyrir næsta leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti