Anda léttar að sjá laxinn á ný í Andakílsá eftir umhverfisslys Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júlí 2020 22:32 Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. Stöðvarhús Andakílsárvirkjunar í baksýn. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira