Dregur úr úrkomu á Vestfjörðum um hádegi á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 23:41 Mikil úrkoma hefur verið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn. Vísir/Páll Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum fellur úr gildi á miðnættin en hún hefur verið í gildi frá hádegi vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hefur eitthvað dregið úr úrkomu en enn á töluvert magn úrkomu eftir að falla. „Það er ekki fyrr en um og eftir hádegi á morgun sem þetta er almennilega í rénun. Það er búið að rigna heil ósköp og úrkomuákefðin var mest hérna í nótt og í morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Draga á úr úrkomu upp úr hádegi á morgun. Enn eigi þó eftir að falla um 25 mm af úrkomu á Flateyri og sömu sögu er að segja um Ísafjörð. Á Súðavík eigi að draga úr úrkomu í kvöld en hún hefjist þar aftur í nótt og gera megi ráð fyrir að enn eigi eftir að rigna um 10 mm. Á Suðureyri verði töluverð úrkoma inn í nóttina en úr henni muni líklegast draga í fyrramálið. „Þetta mun ekki almennilega lagast fyrr en í fyrramálið og fram að hádegi, þá er þetta að lagast töluvert. En þetta getur verið slæmt í nótt.“ Engar tilkynningar hafi þó borist um frekara grjóthrun eða aurskriður í kvöld eins og gerði fyrr í dag. Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. 17. júlí 2020 19:30 Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum fellur úr gildi á miðnættin en hún hefur verið í gildi frá hádegi vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hefur eitthvað dregið úr úrkomu en enn á töluvert magn úrkomu eftir að falla. „Það er ekki fyrr en um og eftir hádegi á morgun sem þetta er almennilega í rénun. Það er búið að rigna heil ósköp og úrkomuákefðin var mest hérna í nótt og í morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Draga á úr úrkomu upp úr hádegi á morgun. Enn eigi þó eftir að falla um 25 mm af úrkomu á Flateyri og sömu sögu er að segja um Ísafjörð. Á Súðavík eigi að draga úr úrkomu í kvöld en hún hefjist þar aftur í nótt og gera megi ráð fyrir að enn eigi eftir að rigna um 10 mm. Á Suðureyri verði töluverð úrkoma inn í nóttina en úr henni muni líklegast draga í fyrramálið. „Þetta mun ekki almennilega lagast fyrr en í fyrramálið og fram að hádegi, þá er þetta að lagast töluvert. En þetta getur verið slæmt í nótt.“ Engar tilkynningar hafi þó borist um frekara grjóthrun eða aurskriður í kvöld eins og gerði fyrr í dag.
Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. 17. júlí 2020 19:30 Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54
Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. 17. júlí 2020 19:30
Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33