Hefur fylgst með Ólafi síðan hann stýrði Blikum og segir þjálfarasætið ekki volgt Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júlí 2020 09:30 Ólafur Kristjánsson. Vísir Jimmi Nagel Jacobsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Esbjerg, segist hafa fylgst með Ólafi Kristjánssyni frá því að hann stýrði Breiðabliki til sigurs í Íslandsmótinu 2010. Ólafur var eins og kunnugt er ráðinn Esbjerg fyrir helgi en hann yfirgefur FH eftir tæp þrjú ár í starfi hjá uppeldisfélaginu. Jimmi Nagel segir í stuttu samtali við Vísi að hann hafi haldið auga með Ólafi frá því að hann tók við Kópavogsliðinu en Jimmi hefur verið yfirmaður hjá Esbjerg frá því í september árið 2018. Áður var hann umboðsmaður en einnig njósnari hjá félögum eins og FCK. Hann vildi ekki segja til um það hvenær hann hafði samband við Ólaf og FH í sumar varðandi þjálfarastarfið en segir að Ólafur eigi að koma inn í félagið með sína vitneskju um fótbolta, reynsluna sína og leiðtogahæfni sína. - Esbjerg er en rigtig fodboldby, som jeg glæder mig til at blive en del af. Der venter os en stor opgave i den kommende sæson, hvor alle skal bidrage, så vi i fællesskab kan komme tilbage i @Superligaen. Olafur Kristjansson. pic.twitter.com/8FhMPunEmW— Esbjerg fB (@EsbjergfB) July 17, 2020 Jimmi blæs á sögusagnirnar um það að stjórastarfið í Esbjerg sé óöruggur staður til að vera á en alls voru þrír þjálfarar þar í starfi á síðasta ári. „Áður en við hættum samstarfinu með John Lammers haustið 2019 þá var hann sá þjálfari sem hafði verið þriðja lengst í starfi. Við viljum gjarnan vera með stöðuleika í þessari stöðu og það hefur sannað sig,“ sagði Jimmi. Hann vildi lítið tjá sig um hvort að félagið myndi leita til Íslands af leikmönnum en hann sagði að félagið væri með augun opin, hvaðan sem leikmennirnir eru. Jimmi staðfesti einnig að markmiðið væri að fara upp í úrvalsdeild og að Vito Mannone, fyrrum markvörður Arsenal sem lék með Esbjerg á síðustu leiktíð, hafi yfirgefið félagið. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn sem getur ekki hætt Logi Ólafsson hefur margoft sagst vera hættur í þjálfun en alltaf kemur hann aftur. Bak við létta lund Loga er klókur þjálfari sem lætur menn hafa fyrir hlutunum. 17. júlí 2020 12:00 „Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Jimmi Nagel Jacobsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Esbjerg, segist hafa fylgst með Ólafi Kristjánssyni frá því að hann stýrði Breiðabliki til sigurs í Íslandsmótinu 2010. Ólafur var eins og kunnugt er ráðinn Esbjerg fyrir helgi en hann yfirgefur FH eftir tæp þrjú ár í starfi hjá uppeldisfélaginu. Jimmi Nagel segir í stuttu samtali við Vísi að hann hafi haldið auga með Ólafi frá því að hann tók við Kópavogsliðinu en Jimmi hefur verið yfirmaður hjá Esbjerg frá því í september árið 2018. Áður var hann umboðsmaður en einnig njósnari hjá félögum eins og FCK. Hann vildi ekki segja til um það hvenær hann hafði samband við Ólaf og FH í sumar varðandi þjálfarastarfið en segir að Ólafur eigi að koma inn í félagið með sína vitneskju um fótbolta, reynsluna sína og leiðtogahæfni sína. - Esbjerg er en rigtig fodboldby, som jeg glæder mig til at blive en del af. Der venter os en stor opgave i den kommende sæson, hvor alle skal bidrage, så vi i fællesskab kan komme tilbage i @Superligaen. Olafur Kristjansson. pic.twitter.com/8FhMPunEmW— Esbjerg fB (@EsbjergfB) July 17, 2020 Jimmi blæs á sögusagnirnar um það að stjórastarfið í Esbjerg sé óöruggur staður til að vera á en alls voru þrír þjálfarar þar í starfi á síðasta ári. „Áður en við hættum samstarfinu með John Lammers haustið 2019 þá var hann sá þjálfari sem hafði verið þriðja lengst í starfi. Við viljum gjarnan vera með stöðuleika í þessari stöðu og það hefur sannað sig,“ sagði Jimmi. Hann vildi lítið tjá sig um hvort að félagið myndi leita til Íslands af leikmönnum en hann sagði að félagið væri með augun opin, hvaðan sem leikmennirnir eru. Jimmi staðfesti einnig að markmiðið væri að fara upp í úrvalsdeild og að Vito Mannone, fyrrum markvörður Arsenal sem lék með Esbjerg á síðustu leiktíð, hafi yfirgefið félagið.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn sem getur ekki hætt Logi Ólafsson hefur margoft sagst vera hættur í þjálfun en alltaf kemur hann aftur. Bak við létta lund Loga er klókur þjálfari sem lætur menn hafa fyrir hlutunum. 17. júlí 2020 12:00 „Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Þjálfarinn sem getur ekki hætt Logi Ólafsson hefur margoft sagst vera hættur í þjálfun en alltaf kemur hann aftur. Bak við létta lund Loga er klókur þjálfari sem lætur menn hafa fyrir hlutunum. 17. júlí 2020 12:00
„Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01