Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Formaður Flugfreyjufélags Íslands og forstjóri Icelandair binda bæði vonir við að nýr kjarasamningur sem undirritaður var í nótt verði samþykktur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir að það sé fagnaðarefni að samningar hafi náðst í nótt. Nánar verður fjallað um nýjan kjarasamning flugfreyja og Icelandair í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verslunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna.

Þá segjum við frá því að daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt.

Þá lítum við við í Skálholti þar sem pílagrímar komu gangandi til messu þegar Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×