Pílagrímar gengu 120 kílómetra leið í Skálholt á Skálholtshátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2020 19:30 Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessum í kirkjunni og þegar pílagrímar komu gangandi til messu en þeir sem gengu lengst gengu 120 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt. Þetta var tíunda árið í röð sem pílagrímsganga er gengin í tengslum við Skálholtshátíð. Margir tóku þátt í göngunni núna, sem tókst prýðisvel. Elínborg Sturludóttir, prestur í dómkirkjunni leiddi gönguna en hún ásamt nokkrum öðrum gengu lengst, eða 160 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði og í Skálholt. Skálholtshátíð er haldin ár hvert sem næst Þorláksmessu á sumar sem er 20. júlí og helguð minningu Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er Skálholtshátíð og hvers konar hátíð er það? „Það er stóra hátíðin í Skálholdsumdæmi, umdæmið er stórt, allt Ísland nema Norður og Austurland. Hátíðni er haldin á hverju ári nálægt Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí og það rekur sig aftur til 1198 þannig að þetta er dálítið gamalt,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup var glaður í bragði í dag enda lék veðrið við gesti Skálholtshátíðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölmargir prestar tóku þátt í hátíðarmessunni með allskonar innleggi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Biskup Íslands tók að sjálfsögðu líka þátt í messunni. En hvernig er staðan á íslensku þjóðinni í dag að mati Kristjáns varðandi trúnna, erum við alltaf að verða meira og meira trúuð eða erum við að verða meiri trúleysingjar? „Það er eitt í því, það hefur reynt á trúnna í faraldrinum og jafnvel í einsemdinni og samstöðunni og þar hafa menn ekki misst vonar, það er svo gríðarlega mikilvægt.“ Frú Agnes M. Sigurðardóttir , biskup Íslands í Skálholti í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í aðdraganda hátíðarinnar eru alltaf farnar pílagrímagöngur allt frá Bæ í Borgarfirði, frá Þingvöllum og frá Bræðratungukirkju og var sú síðastnefnda vera helguð Ragnheiði Brynjólfsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vegalengdin sem hópurinn gekk sögð 160 kílómetrar. Þetta hefur verið leiðrétt. Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessum í kirkjunni og þegar pílagrímar komu gangandi til messu en þeir sem gengu lengst gengu 120 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt. Þetta var tíunda árið í röð sem pílagrímsganga er gengin í tengslum við Skálholtshátíð. Margir tóku þátt í göngunni núna, sem tókst prýðisvel. Elínborg Sturludóttir, prestur í dómkirkjunni leiddi gönguna en hún ásamt nokkrum öðrum gengu lengst, eða 160 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði og í Skálholt. Skálholtshátíð er haldin ár hvert sem næst Þorláksmessu á sumar sem er 20. júlí og helguð minningu Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er Skálholtshátíð og hvers konar hátíð er það? „Það er stóra hátíðin í Skálholdsumdæmi, umdæmið er stórt, allt Ísland nema Norður og Austurland. Hátíðni er haldin á hverju ári nálægt Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí og það rekur sig aftur til 1198 þannig að þetta er dálítið gamalt,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup var glaður í bragði í dag enda lék veðrið við gesti Skálholtshátíðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölmargir prestar tóku þátt í hátíðarmessunni með allskonar innleggi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Biskup Íslands tók að sjálfsögðu líka þátt í messunni. En hvernig er staðan á íslensku þjóðinni í dag að mati Kristjáns varðandi trúnna, erum við alltaf að verða meira og meira trúuð eða erum við að verða meiri trúleysingjar? „Það er eitt í því, það hefur reynt á trúnna í faraldrinum og jafnvel í einsemdinni og samstöðunni og þar hafa menn ekki misst vonar, það er svo gríðarlega mikilvægt.“ Frú Agnes M. Sigurðardóttir , biskup Íslands í Skálholti í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í aðdraganda hátíðarinnar eru alltaf farnar pílagrímagöngur allt frá Bæ í Borgarfirði, frá Þingvöllum og frá Bræðratungukirkju og var sú síðastnefnda vera helguð Ragnheiði Brynjólfsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vegalengdin sem hópurinn gekk sögð 160 kílómetrar. Þetta hefur verið leiðrétt.
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira