„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 00:32 Grindavík. Vísir/Egill Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent