400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 06:27 Íbúar í Grindavík hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Vísir/Vilhelm Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð snarpur jarðskjálfti við Fagradalsfjall og fannst hann mjög víða á suðvesturhorninu að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Margir eftirskjálftar urðu í kjölfarið, þeir stærstu 3,4 og 3,5 að stærð eftir miðnætti og annar klukkan 05:46 sem var 4,6 að stærð. Eftirskjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu ef marka má tilkynningar til Veðurstofunnar. Um 400 tilkynningar bárust Veðurstofunni frá klukkan fjögur til sex í morgun. Þá var tilkynnt um grjóthrun í Festarfjalli um sex kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans en náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að það væri viðbúið. Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum og hann hafi jafnframt varað lengur en margir aðrir skjálftar á svæðinu undanfarið. Skjálftinn hafi „klárlega verið einn af þeim stærri“. „Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega,“ sagði Smári í samtali við Vísi eftir skjálftann. Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarið en á laugardagsmorgun mældist skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Annar skjálfti varð tveimur mínútum áður og mældist sá 3,2. Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar og var lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þess. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð snarpur jarðskjálfti við Fagradalsfjall og fannst hann mjög víða á suðvesturhorninu að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Margir eftirskjálftar urðu í kjölfarið, þeir stærstu 3,4 og 3,5 að stærð eftir miðnætti og annar klukkan 05:46 sem var 4,6 að stærð. Eftirskjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu ef marka má tilkynningar til Veðurstofunnar. Um 400 tilkynningar bárust Veðurstofunni frá klukkan fjögur til sex í morgun. Þá var tilkynnt um grjóthrun í Festarfjalli um sex kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans en náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að það væri viðbúið. Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum og hann hafi jafnframt varað lengur en margir aðrir skjálftar á svæðinu undanfarið. Skjálftinn hafi „klárlega verið einn af þeim stærri“. „Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega,“ sagði Smári í samtali við Vísi eftir skjálftann. Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarið en á laugardagsmorgun mældist skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Annar skjálfti varð tveimur mínútum áður og mældist sá 3,2. Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar og var lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þess.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47
Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17