Líklegt að fleiri skjálftar verði í dag Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 06:52 Um 1.400 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhring. Veðurstofa ÍSlands Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir viðbúið að fleiri skjálftar verði í dag. Það sé eðlilegt þegar stórir skjálftar verða líkt og sá sem varð við Fagradalsfjall á tólfta tímanum í gærkvöld. Annar skjálfti varð við Fagradalsfjall á sjötta tímanum í morgun og mældist sá 4,6. Að sögn Bjarka hafa skjálftarnir í gærkvöldi og í nótt fundist víða á suðvesturhorninu og bárust tilkynningar meðal annars frá Vík í Mýrdal. „Þetta er ekkert að hætta. Síðasta sólarhring hafa mælst 1.400 skjálftar og helmingurinn eftir miðnætti,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu en á meðan símtalinu stóð varð annar skjálfti. „Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“ Hann segir jarðskjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í byrjun árs. Virknin hafi verið mismikil en í heild hafi orðið margir skjálftar á svæðinu. Þó séu engin merki um gosóróa eins og er. „Það hefur verið þensla á þessu svæði sem veldur þessum jarðskjálftum sem við sjáum núna.“ Þrátt fyrir mikinn fjölda tilkynninga hefur engin tilkynning borist Veðurstofunni um tjón vegna skjálftanna. Margar ábendingar hafi komið í gegnum vef Veðurstofunnar, sérstaklega nærri Grindavík enda finni íbúar á því svæði mest fyrir skjálftunum. „Þetta eru jarðskjálftar, sem er óþægilegt fyrir alla sem eru nálægt. Þau sem eru í Grindavík og Keflavík finna þetta miklu meira en við gerum hérna á höfuðborgarsvæðinu.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir viðbúið að fleiri skjálftar verði í dag. Það sé eðlilegt þegar stórir skjálftar verða líkt og sá sem varð við Fagradalsfjall á tólfta tímanum í gærkvöld. Annar skjálfti varð við Fagradalsfjall á sjötta tímanum í morgun og mældist sá 4,6. Að sögn Bjarka hafa skjálftarnir í gærkvöldi og í nótt fundist víða á suðvesturhorninu og bárust tilkynningar meðal annars frá Vík í Mýrdal. „Þetta er ekkert að hætta. Síðasta sólarhring hafa mælst 1.400 skjálftar og helmingurinn eftir miðnætti,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu en á meðan símtalinu stóð varð annar skjálfti. „Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“ Hann segir jarðskjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í byrjun árs. Virknin hafi verið mismikil en í heild hafi orðið margir skjálftar á svæðinu. Þó séu engin merki um gosóróa eins og er. „Það hefur verið þensla á þessu svæði sem veldur þessum jarðskjálftum sem við sjáum núna.“ Þrátt fyrir mikinn fjölda tilkynninga hefur engin tilkynning borist Veðurstofunni um tjón vegna skjálftanna. Margar ábendingar hafi komið í gegnum vef Veðurstofunnar, sérstaklega nærri Grindavík enda finni íbúar á því svæði mest fyrir skjálftunum. „Þetta eru jarðskjálftar, sem er óþægilegt fyrir alla sem eru nálægt. Þau sem eru í Grindavík og Keflavík finna þetta miklu meira en við gerum hérna á höfuðborgarsvæðinu.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47