Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Sylvía Hall og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 20. júlí 2020 08:01 Emmanuel Macron vill að björgunarpakkinn verði samþykktur, en hann er sagður hafa hótað því að hætta í viðræðunum í nótt. Vísir/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni og hafa viðræður þeirra nú staðið í fjóra daga án árangurs. Leiðtogarnir hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir þeirra frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að að enn sé mikill ágreiningur uppi en stefnt er að því að komast að samkomulagi á sama tíma og samið verði um fjárlög Evrópusambandsins til næstu sjö ára. Sum ríki telja að áætlunin, sem gerir ráð fyrir björgunarpakka upp á 750 milljarða evra, sé allt of viðamikil og kostnaðarsöm, og vilja frekar að um lán verði að ræða til ríkja í stað styrkja. Viðræður stóðu yfir í alla nótt og í morgun mun Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa hótað að hætta í viðræðunum, en hann vill að björgunarpakkinn verði samþykktur. Svíar og Hollendingar hafa lagst gegn pakkanum og vilja hafa hann í formi lána til ríkja sem á aðstoð þurfa að halda. Charles Michael, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, skarst í leikinn og minnti leiðtogana á að yfir 600 þúsund manns hefðu dáið vegna veirunnar á heimsvísu. Hann vonaðist til þess að sátt næðist um aðgerðirnar og þeim myndi „takast það ómögulega“ í dag. Viðræðum verður fram haldið síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41 Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni og hafa viðræður þeirra nú staðið í fjóra daga án árangurs. Leiðtogarnir hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir þeirra frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að að enn sé mikill ágreiningur uppi en stefnt er að því að komast að samkomulagi á sama tíma og samið verði um fjárlög Evrópusambandsins til næstu sjö ára. Sum ríki telja að áætlunin, sem gerir ráð fyrir björgunarpakka upp á 750 milljarða evra, sé allt of viðamikil og kostnaðarsöm, og vilja frekar að um lán verði að ræða til ríkja í stað styrkja. Viðræður stóðu yfir í alla nótt og í morgun mun Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa hótað að hætta í viðræðunum, en hann vill að björgunarpakkinn verði samþykktur. Svíar og Hollendingar hafa lagst gegn pakkanum og vilja hafa hann í formi lána til ríkja sem á aðstoð þurfa að halda. Charles Michael, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, skarst í leikinn og minnti leiðtogana á að yfir 600 þúsund manns hefðu dáið vegna veirunnar á heimsvísu. Hann vonaðist til þess að sátt næðist um aðgerðirnar og þeim myndi „takast það ómögulega“ í dag. Viðræðum verður fram haldið síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41 Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41
Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30