Evrópudraumur Wolves lifir góðu lífi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wolves fagnaði þægilegum 2-0 sigri í kvöld.
Wolves fagnaði þægilegum 2-0 sigri í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images

Wolves vann Crystal Palace þægilega 2-0 í kvöld. Þar með er Evrópudraumur liðsins vel á lífi.

Wolves er í harðri baráttu við Tottenham Hotspur um síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Crystal Palace hefur að sama skapi að engu að keppa og virðist bara vilja klára mótið sem fyrst. 

Wolves vann leikinn eins og áður sagði þægilega 2-0 þökk sé mörkum frá Daniel Podence í fyrri hálfleik og Jonny í þeim síðari. Var þetta fyrsta mark Podence fyrir Wolves en hann kom frá gríska liðinu Olympiakos í janúar á þessu ári.

Sigurinn þýðir að Wolves er stigi á undan Tottenham fyrir lokaumferð deildarinnar sem fram fer þann 26. júlí.

Þar bíður Wolves verðugt verkefni en liðið heimsækir Chelsea sem þarf allavega stig til að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham mætir hins vegar Crystal Palace og José Mourinho hlýtur að ætla sér öll þrjú stigin þar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira