Ronaldo sá til þess að Juventus hélt forystu sinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2020 21:55 Þessir tveir tryggðu Juventus stigin þrjú í kvöld. Mattia Ozbot/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í 2-1 sigri liðsins á Lazio í eina leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn var ljóst að Juventus þurfti sigur í kvöld til að halda forystu sinni á toppi deildarinnar. Sigur hefði lyft Lazio aftur upp í 2. sæti deildarinnar en liðið hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá var það að sjálfsögðu Ronaldo sem braut ísinn. Vítaspyrna var dæmd eftir að Ronaldo átti skot í hendi varnarmanns innan vítateigs. Daniele Orsato - dómari leiksins - nýtti sér myndbandsdómgæslu og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. Ronaldo skoraði af öryggi úr spyrnunni og staðan því 1-0 fyrir Juventus þegar sex mínútur aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Þá sluppu Ronaldo og Paulo Dybala tveir í gegn Thomas Strakosha - markverði Lazio - eftir hroðaleg varnarmistök Luiz Felipe. Dybala renndi boltanum svo á Ronaldo þegar þeir voru nokkrum metrum frá marki og sá portúgalski gat ekki annað en skorað. Ronaldo var svo í tvígang nálægt því að fullkomna þrennuna. Hann skallaði til að mynda í slánna eftir frábæran undirbúning Dybala. Cristiano Ronaldo has just fired himself to the top of the Serie A scoring charts, leapfrogging his opponent in the process! #bbceurofooty live https://t.co/IGV1U3KEl7 pic.twitter.com/4kHyIGltD4— BBC Sport (@BBCSport) July 20, 2020 Í stað þess fyrir að gulltryggja sigurinn þá komst Lazio aftur inn í leikinn þegar þeir fengu vítaspyrnu á 83. mínútu leiksins. Þá braut Leonardo Bonucci á Ciro Immobile innan vítateigs og aftur dæmdi Orsato vítaspyrnu. Immobile sjálfur fór á punktinn og skoraði sitt 30. mark á tímabilinu, líkt og Ronaldo. Þeir eru því í harðri baráttu um gullskóinn en Romelu Lukaku, framherji Inter, er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 21 mark. Lokatölur í kvöld hins vegar 2-1 og Juventus komið með átta stiga forystu á toppi deildarinnar með 80 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Þar á eftir kemur Inter með 72 stig, Atalanta er með 71 og svo Lazio með 69 stig. Ítalski boltinn Fótbolti
Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í 2-1 sigri liðsins á Lazio í eina leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn var ljóst að Juventus þurfti sigur í kvöld til að halda forystu sinni á toppi deildarinnar. Sigur hefði lyft Lazio aftur upp í 2. sæti deildarinnar en liðið hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá var það að sjálfsögðu Ronaldo sem braut ísinn. Vítaspyrna var dæmd eftir að Ronaldo átti skot í hendi varnarmanns innan vítateigs. Daniele Orsato - dómari leiksins - nýtti sér myndbandsdómgæslu og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. Ronaldo skoraði af öryggi úr spyrnunni og staðan því 1-0 fyrir Juventus þegar sex mínútur aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Þá sluppu Ronaldo og Paulo Dybala tveir í gegn Thomas Strakosha - markverði Lazio - eftir hroðaleg varnarmistök Luiz Felipe. Dybala renndi boltanum svo á Ronaldo þegar þeir voru nokkrum metrum frá marki og sá portúgalski gat ekki annað en skorað. Ronaldo var svo í tvígang nálægt því að fullkomna þrennuna. Hann skallaði til að mynda í slánna eftir frábæran undirbúning Dybala. Cristiano Ronaldo has just fired himself to the top of the Serie A scoring charts, leapfrogging his opponent in the process! #bbceurofooty live https://t.co/IGV1U3KEl7 pic.twitter.com/4kHyIGltD4— BBC Sport (@BBCSport) July 20, 2020 Í stað þess fyrir að gulltryggja sigurinn þá komst Lazio aftur inn í leikinn þegar þeir fengu vítaspyrnu á 83. mínútu leiksins. Þá braut Leonardo Bonucci á Ciro Immobile innan vítateigs og aftur dæmdi Orsato vítaspyrnu. Immobile sjálfur fór á punktinn og skoraði sitt 30. mark á tímabilinu, líkt og Ronaldo. Þeir eru því í harðri baráttu um gullskóinn en Romelu Lukaku, framherji Inter, er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 21 mark. Lokatölur í kvöld hins vegar 2-1 og Juventus komið með átta stiga forystu á toppi deildarinnar með 80 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Þar á eftir kemur Inter með 72 stig, Atalanta er með 71 og svo Lazio með 69 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti