Erlent

Ákæra norska móður fyrir að myrða börn sín

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Norska lögreglan ákærði í dag móður fyrir að myrða tvö börn sín í Lørenskog, úthverfi Oslóar. Lögregla og slökkvilið voru kölluð út að heimili fjölskyldunnar í Lørenskog í gærmorgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eldsvoða í íbúðinni. 

Börnin voru dáin þegar lögregla kom á vettvang og móðirin var flutt alvarlega særð á sjúkrahús. Upphaflega lá faðirinn undir grun og var handtekinn. Hann neitaði sök við yfirheyrslu og var loks sleppt.

Nú hefur móðirin verið ákærð fyrir morðin. Hún hefur þó ekki enn verið yfirheyrð, enda enn á sjúkrahúsi. Saksóknari hjá norsku lögreglunni segir þetta þýða að faðirinn liggur nú síður undir grun.

Nágrannar fjölskyldunnar segjast slegnir, enda hefur samfélagið í Lørenskog verið í sárum undanfarna mánuði vegna hvarfs Anne-Elisabeth Hagen, sem lögregla telur að hafi verið myrt á heimili sínu í bænum.


Tengdar fréttir

Tvö börn myrt í Lørenskógi

Tvö börn fundust látin í íbúð í Lørenskógi í grennd við norsku höfuðborgina Ósló í gærmorgun. Faðir barnanna hefur stöðu grunaðs í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×