Jarðskjálftar virðast ekki tengjast kvikuhreyfingum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2020 22:41 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali við Stöð 2 í Öskju í dag, jarðvísindahúsi Háskóla Íslands. Stöð 2/Einar Árnason. Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira