Brýna fyrir fólki að vera heima er titillinn fer á loft: „Besta sætið í húsinu er stofan“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2020 09:30 Hópur stuðningsmanna Liverpool safnaðist saman við Anfield og fagnaði Englandsmeistaratitlinum er ljóst var að félagið hafði tryggt sér titilinn. VÍSIR/GETTY Háttsett fólk innan Liverpool-borgar hefur brýnt fyrir stuðningsmönnum félagsins að halda sig heima á morgun en Liverpool lyftir þá enska meistaratitlinum í fyrsta skipti í 30 ár. Liverpool mætir Chelsea annað kvöld en liðið tryggði sér enska meistaratitilinn fyrr í mánuðinum. Á morgun fer svo titillinn loks á loft er liðið spilar sinn síðasta heimaleik. Engir áhorfendur mega koma á völlinn vegna kórónuveirufaraldursins og eru því margir hverjir hræddir um að margt fólk muni safnast saman fyrir utan leikvang liðsins og fagna. Það er þó stranglega bannað. „Í þessum aðstæðum þá er besta sætið í húsinu, í stofunni hjá þér. Það er enginn ávinningur í því að safnast í kringum völlinn því við sem borg höfum við ekki efni á því að fólk safnist saman,“ segir Natalie Perischine, aðstoðar varðstjóri hjá Merseyside lögreglunni. „Við lifum enn á fordæmalausum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og það síðasta sem einhver vill er að endurvakning tilfella á Merseyside þar sem hvert líf sem við missum er harmleikur.“ 'As a city we cannot afford for people to gather in large numbers'Liverpool urge fans to not visit Anfield on Wednesday https://t.co/OcD1712cQH— MailOnline Sport (@MailSport) July 20, 2020 „Það síðasta sem við viljum á svæðinu er að við þurfum að loka borginni aftur eins og við höfum séð á öðrum svæðum,“ sagði Natalie enn fremur en í borginni Leicester hefur þurft að skella í lás í tvígang vegna kórónuveirunnar. Matt Ashton, yfirmaður læknateymis Liverpool-borgar, tekur undir orð Natalie og segir að það sé mikilvægt að fólk haldi áfram að fara eftir öllum settum reglum. Hann segir að kórónuveiran sé enn í loftinu. „Vonandi verður hægt að horfa frítt á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpinu og vonandi getur borgin fagnað þessu í náinni framtíð. Þangað til þá, forðist að safnast mörg saman og njótið þess að Liverpool er enskur meistari.“ Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Háttsett fólk innan Liverpool-borgar hefur brýnt fyrir stuðningsmönnum félagsins að halda sig heima á morgun en Liverpool lyftir þá enska meistaratitlinum í fyrsta skipti í 30 ár. Liverpool mætir Chelsea annað kvöld en liðið tryggði sér enska meistaratitilinn fyrr í mánuðinum. Á morgun fer svo titillinn loks á loft er liðið spilar sinn síðasta heimaleik. Engir áhorfendur mega koma á völlinn vegna kórónuveirufaraldursins og eru því margir hverjir hræddir um að margt fólk muni safnast saman fyrir utan leikvang liðsins og fagna. Það er þó stranglega bannað. „Í þessum aðstæðum þá er besta sætið í húsinu, í stofunni hjá þér. Það er enginn ávinningur í því að safnast í kringum völlinn því við sem borg höfum við ekki efni á því að fólk safnist saman,“ segir Natalie Perischine, aðstoðar varðstjóri hjá Merseyside lögreglunni. „Við lifum enn á fordæmalausum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og það síðasta sem einhver vill er að endurvakning tilfella á Merseyside þar sem hvert líf sem við missum er harmleikur.“ 'As a city we cannot afford for people to gather in large numbers'Liverpool urge fans to not visit Anfield on Wednesday https://t.co/OcD1712cQH— MailOnline Sport (@MailSport) July 20, 2020 „Það síðasta sem við viljum á svæðinu er að við þurfum að loka borginni aftur eins og við höfum séð á öðrum svæðum,“ sagði Natalie enn fremur en í borginni Leicester hefur þurft að skella í lás í tvígang vegna kórónuveirunnar. Matt Ashton, yfirmaður læknateymis Liverpool-borgar, tekur undir orð Natalie og segir að það sé mikilvægt að fólk haldi áfram að fara eftir öllum settum reglum. Hann segir að kórónuveiran sé enn í loftinu. „Vonandi verður hægt að horfa frítt á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpinu og vonandi getur borgin fagnað þessu í náinni framtíð. Þangað til þá, forðist að safnast mörg saman og njótið þess að Liverpool er enskur meistari.“
Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira