Frelsi til að hvíla Bryndís Haraldsdóttir skrifar 21. júlí 2020 13:18 Í kvikmyndum sést oft þegar dreift er úr duftkerjum látinna ástvina yfir fallegt landssvæði eða við stöðuvatn. Sums staðar tíðkast líka að duftkerin hvíli á heiðursstað á heimilum aðstandenda. Svo ætti þó ekki að vera hér á landi því hér hefur hið opinbera ákveðið að þetta sé ekki heimilt. Þetta er bannað. Í lögum segir að búa skuli um öskuna í þar til gerðum duftkerjum sem skylt er að jarðsetja í kirkjugarði eða löggildum grafreit. Það er þó hægt að sækja um undanþágu á því ákvæði til sýslumanns, ef fyrir liggur ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Eingöngu er heimilt að dreifa ösku yfir öræfi eða sjó, aldrei má dreifa henni á fleiri en einum stað, ekki má merkja dreifingarstaðinn og óheimilt er að geyma duftkerið fram að ráðstöfun þess annarsstaðar en í líkhúsi. Umsóknum um dreifingu ösku hefur fjölgað töluvert á síðustu árum og hlutfall erlendra ríkisborgara í þessum umsóknum hefur aukist, þótt um sé að ræða nokkra tugi umsókna á ári. Umsækjendum er gert alveg ljóst að ekki þýðir að sækja um að dreifa öskunni nema yfir öræfi og sjó. Þannig er umsóknum almennt ekki hafnað enda koma ekki inn umsóknir nema þær uppfylli skilyrðin. Svona eru reglurnar ekki í kringum okkur, því víða erlendis fá aðstandendur öskuna og gera svo það sem þeir vilja við hana. Vitað er að duftker, sem eru þá í umsjá aðstandenda, eru oft flutt til landsins með milllandaflugi og ég tel af þessum sökum ljóst að ösku látinna manna hafi verið dreift hér á landi umfram það sem umsóknir til sýslumanns segja til um. Þær þjóðir sem búa við meira frelsi í þessum efnum eru eflaust ekki að velta fyrir sér hvort hér séu lög sem banna dreifingu ösku. En óski Íslendingur eftir því að ösku sinni sé dreift við uppáhalds árbakkann, í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt ? Ég tel svo ekki vera, ég sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef því lagt fram á Alþingi breytingar á þessum lögum. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Nauðsynlegt er að farið sé áfram með ösku látinna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um öskuna í þar til gerðum duftkerjum eftir líkbrennslu en aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við kerin. Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði annarra heldur verður um heimild að ræða til annarrar ráðstöfunar. Sé hins vegar ákveðið að grafa duftker í kirkjugarði skal fylgja ákvæði laganna. Með frumvarpinu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duftker verði úr forgengilegu efni og eins að kveðið verði á um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, t.d. með upplýsingum til legstaðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Á Norðurlöndunum eru sérstakir skógar til staðar fyrir dreifingu líkamsleifa og þar má setja upp minningarskjöld sem ættingjar geta vitjað og viðhaldið. Á Norðurlöndunum eru þó ákveðin skilyrði fyrir dreifingu ösku en þau eru almennt rýmri en hér tíðkast. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýnir það. Aukið frjálsræði í þessum efnum hér á landi hlýtur því að teljast sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í kvikmyndum sést oft þegar dreift er úr duftkerjum látinna ástvina yfir fallegt landssvæði eða við stöðuvatn. Sums staðar tíðkast líka að duftkerin hvíli á heiðursstað á heimilum aðstandenda. Svo ætti þó ekki að vera hér á landi því hér hefur hið opinbera ákveðið að þetta sé ekki heimilt. Þetta er bannað. Í lögum segir að búa skuli um öskuna í þar til gerðum duftkerjum sem skylt er að jarðsetja í kirkjugarði eða löggildum grafreit. Það er þó hægt að sækja um undanþágu á því ákvæði til sýslumanns, ef fyrir liggur ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Eingöngu er heimilt að dreifa ösku yfir öræfi eða sjó, aldrei má dreifa henni á fleiri en einum stað, ekki má merkja dreifingarstaðinn og óheimilt er að geyma duftkerið fram að ráðstöfun þess annarsstaðar en í líkhúsi. Umsóknum um dreifingu ösku hefur fjölgað töluvert á síðustu árum og hlutfall erlendra ríkisborgara í þessum umsóknum hefur aukist, þótt um sé að ræða nokkra tugi umsókna á ári. Umsækjendum er gert alveg ljóst að ekki þýðir að sækja um að dreifa öskunni nema yfir öræfi og sjó. Þannig er umsóknum almennt ekki hafnað enda koma ekki inn umsóknir nema þær uppfylli skilyrðin. Svona eru reglurnar ekki í kringum okkur, því víða erlendis fá aðstandendur öskuna og gera svo það sem þeir vilja við hana. Vitað er að duftker, sem eru þá í umsjá aðstandenda, eru oft flutt til landsins með milllandaflugi og ég tel af þessum sökum ljóst að ösku látinna manna hafi verið dreift hér á landi umfram það sem umsóknir til sýslumanns segja til um. Þær þjóðir sem búa við meira frelsi í þessum efnum eru eflaust ekki að velta fyrir sér hvort hér séu lög sem banna dreifingu ösku. En óski Íslendingur eftir því að ösku sinni sé dreift við uppáhalds árbakkann, í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt ? Ég tel svo ekki vera, ég sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef því lagt fram á Alþingi breytingar á þessum lögum. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Nauðsynlegt er að farið sé áfram með ösku látinna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um öskuna í þar til gerðum duftkerjum eftir líkbrennslu en aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við kerin. Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði annarra heldur verður um heimild að ræða til annarrar ráðstöfunar. Sé hins vegar ákveðið að grafa duftker í kirkjugarði skal fylgja ákvæði laganna. Með frumvarpinu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duftker verði úr forgengilegu efni og eins að kveðið verði á um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, t.d. með upplýsingum til legstaðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Á Norðurlöndunum eru sérstakir skógar til staðar fyrir dreifingu líkamsleifa og þar má setja upp minningarskjöld sem ættingjar geta vitjað og viðhaldið. Á Norðurlöndunum eru þó ákveðin skilyrði fyrir dreifingu ösku en þau eru almennt rýmri en hér tíðkast. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýnir það. Aukið frjálsræði í þessum efnum hér á landi hlýtur því að teljast sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar