Enski boltinn

Leik­­mennirnir vildu hafa fjöl­­skyldurnar á vellinum þegar titillinn fer á loft en því var neitað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Börnin hans Henderson fá ekki að mæta í kvöld.
Börnin hans Henderson fá ekki að mæta í kvöld. vísir/getty

Enski meistaratitillinn fer á loft í kvöld á Anfield í kvöld en Liverpool mun lyfta titlinum eftir leik liðsins gegn Chelsea eftir þrjátíu ára bið.

Engir áhorfendur verða eins og kunnugt er á vellinum en leikmenn liðsins höfðu vonast eftir því að fá að hafa fjölskyldur sínar viðstaddar leikinn sem og verðlaunaafhendinguna.

En samkvæmt heimildum The Athletic hefur öryggishópur Liverpool-borgar neitað því. Þeir segja að það sé ekki hægt að hleypa 200 manns inn á völlinn í kvöld og það færi ekki með reglum sem enska úrvalsdeildin hefur sett.

Félagið hafði lagt skýr plön um hvernig þetta yrði ef fjölskyldurnar fengu að koma. Allir yrðu með grímur, þau myndu horfa á leikinn og afhendinguna úr VIP-boxunum og allir myndu mæta á mismunandi tímum.

Félagið fékk hins vegar nei en lögreglan í Liverpool sem og félagið sjálft hefur beðið stuðningsmenn félagsins um að halda sig heima í kvöld.

„Við höfum beðið í 30 ár svo það er ekki svo mikið að biðja um að bíða í nokkra mánuði í viðbót,“ sagði Andy Cooke, forsvarsmaður innan lögreglunnar í Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×