Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 12:39 Bresk þingnefnd telur að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Vísir/EPA Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. Hörð gagnrýni var sett fram á bresk stjórnvöld í skýrslu leyniþjónustu- og öryggisnefndar breska þingsins sem var birt í gær. Ríkisstjórnin hafi forðast það í lengstu lög að rannsaka hvort Rússar reyndu að hafa áhrif á tvær umdeildar þjóðaratkvæðagreiðslur, um útgönguna úr Evrópusambandinu annars vegar og sjálfstæði Skotlands hins vegar. Vísbendingar séu um slík afskipti í atkvæðagreiðslunni í Skotlandi en en hörð sönnunargögn skorti um Brexit. Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, sagði í dag að engar sannanir væru fyrir því að Rússar hefðu haft afskipti af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það verða að vera einhver sönnunargögn fyrir því að það sé mál til staðar, sem er ekki,“ sagði Shapps sem hafnaði því ennfremur að breska leyniþjónustan hefði brugðist. Í sama streng tók James Brokenshire, öryggismálaráðherra. Fullyrti hann að ríkisstjórnin hefði gripið til aðgerða til að búa sig frekar undir ógnir frá stjórnvöldum í Kreml. „Við höfnum afdráttarlaust hugmyndum um að Bretlandi hafi gagnvert forðast að rannsaka Rússland,“ sagði Brokenshire í þingræðu í dag. Rússnesk stjórnvöld hafna því að þau hafi reynt að hlutast til um þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi og fullyrða að þau skipti sér ekki af innanlandsstjórnmálum annarra ríkja. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli áróðursherferð og tölvuinnbrotum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Bretland Rússland Tengdar fréttir Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. Hörð gagnrýni var sett fram á bresk stjórnvöld í skýrslu leyniþjónustu- og öryggisnefndar breska þingsins sem var birt í gær. Ríkisstjórnin hafi forðast það í lengstu lög að rannsaka hvort Rússar reyndu að hafa áhrif á tvær umdeildar þjóðaratkvæðagreiðslur, um útgönguna úr Evrópusambandinu annars vegar og sjálfstæði Skotlands hins vegar. Vísbendingar séu um slík afskipti í atkvæðagreiðslunni í Skotlandi en en hörð sönnunargögn skorti um Brexit. Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, sagði í dag að engar sannanir væru fyrir því að Rússar hefðu haft afskipti af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það verða að vera einhver sönnunargögn fyrir því að það sé mál til staðar, sem er ekki,“ sagði Shapps sem hafnaði því ennfremur að breska leyniþjónustan hefði brugðist. Í sama streng tók James Brokenshire, öryggismálaráðherra. Fullyrti hann að ríkisstjórnin hefði gripið til aðgerða til að búa sig frekar undir ógnir frá stjórnvöldum í Kreml. „Við höfnum afdráttarlaust hugmyndum um að Bretlandi hafi gagnvert forðast að rannsaka Rússland,“ sagði Brokenshire í þingræðu í dag. Rússnesk stjórnvöld hafna því að þau hafi reynt að hlutast til um þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi og fullyrða að þau skipti sér ekki af innanlandsstjórnmálum annarra ríkja. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli áróðursherferð og tölvuinnbrotum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri.
Bretland Rússland Tengdar fréttir Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40
Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58
„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59