Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 18:03 Forseti Hæstaréttar Venesúela segir tilraunir Bandaríkjanna til að grafa undan sér vera klaufalegar. Getty/Pedro Mattey Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, gert tilkall til verðlaunanna. Hinn fimmtíu og fjögurra ára gamli Moreno hefur gegnt embætti forseta hæstaréttar Venesúela frá því í febrúar 2017 og saka Bandaríkjamenn hann um þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. Moreno hefur neitað þeim ásökunum staðfastlega. Bandaríkjastjórn, sem ekki viðurkennir tilkall Nicolas Maduro til forsetaembættis Venesúela, hefur áður sett fé til höfuðs hátt settra embættismanna í suður-ameríkuríkinu. Til að mynda setti stjórnin fimmtán milljóna dala verðlaunafé til höfuðs Maduro sjálfum í mars. BBC greinir frá því að Moreno sé sakaður um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir það að beita sér fyrir því að mál verði felld niður og ákærðir menn fái að ganga lausir. Fyrr á árinu var hann kærður fyrir peningaþvætti í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Moreno gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Bandaríkjastjórn ljúga. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem málpípur norður-ameríska keisaradæmisins ráðast að mér með klaufalegum hætti. Full af blekkingum og lygum,“ sagði Moreno. Bandaríkjamenn segja Nicolas Maduro ekki réttmætan forseta Venesúela.vísir/epa „Ásakanir sem þessi, byggðar á sandi, gera ekkert nema að styrkja mig á þeirri vegferð að tryggja aðgengi allra að réttlátri málsmeðferð og réttlæti.“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að með þessu séu Bandaríkjamenn að senda skýr skilaboð en þó er ólíklegt að þessi ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa í för með sé miklar breytingar á lífi Moreno. Ólíklegt þykir að Moreno muni lenda í nokkrum vandræðum í heimalandinu en hann gæti verið handtekinn ef hann yfirgefur landið. Þegar hefur honum og eiginkonu hans verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn, eins og áður segir, viðurkennir ekki tilkall Maduro til forsetaembættisins og styður þess í stað Juan Guaidó leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Venesúela Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, gert tilkall til verðlaunanna. Hinn fimmtíu og fjögurra ára gamli Moreno hefur gegnt embætti forseta hæstaréttar Venesúela frá því í febrúar 2017 og saka Bandaríkjamenn hann um þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. Moreno hefur neitað þeim ásökunum staðfastlega. Bandaríkjastjórn, sem ekki viðurkennir tilkall Nicolas Maduro til forsetaembættis Venesúela, hefur áður sett fé til höfuðs hátt settra embættismanna í suður-ameríkuríkinu. Til að mynda setti stjórnin fimmtán milljóna dala verðlaunafé til höfuðs Maduro sjálfum í mars. BBC greinir frá því að Moreno sé sakaður um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir það að beita sér fyrir því að mál verði felld niður og ákærðir menn fái að ganga lausir. Fyrr á árinu var hann kærður fyrir peningaþvætti í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Moreno gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Bandaríkjastjórn ljúga. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem málpípur norður-ameríska keisaradæmisins ráðast að mér með klaufalegum hætti. Full af blekkingum og lygum,“ sagði Moreno. Bandaríkjamenn segja Nicolas Maduro ekki réttmætan forseta Venesúela.vísir/epa „Ásakanir sem þessi, byggðar á sandi, gera ekkert nema að styrkja mig á þeirri vegferð að tryggja aðgengi allra að réttlátri málsmeðferð og réttlæti.“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að með þessu séu Bandaríkjamenn að senda skýr skilaboð en þó er ólíklegt að þessi ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa í för með sé miklar breytingar á lífi Moreno. Ólíklegt þykir að Moreno muni lenda í nokkrum vandræðum í heimalandinu en hann gæti verið handtekinn ef hann yfirgefur landið. Þegar hefur honum og eiginkonu hans verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn, eins og áður segir, viðurkennir ekki tilkall Maduro til forsetaembættisins og styður þess í stað Juan Guaidó leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
Venesúela Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira