Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 19:30 Sveindís Jane skoraði þrjú er Breiðablik pakkaði Val saman í Pepsi Max deild kvenna í gær. Vísir/Daniel Thor Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03