Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 19:30 Sveindís Jane skoraði þrjú er Breiðablik pakkaði Val saman í Pepsi Max deild kvenna í gær. Vísir/Daniel Thor Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03