Fótbolti

Ísak Berg­mann á sínum stað er gott gengi Norr­köping heldur á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann lék allan leikinn í öruggum sigri toppliðsins.
Ísak Bergmann lék allan leikinn í öruggum sigri toppliðsins. Vísir/SVT

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði IFK Norrköping sem vann Varbergs BoIS 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Mikael Andersen kom inn af bekknum er meistarar Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli við Bröndby í lokaleik dönsku úrvalsdeildarinnar. Hjörtur Hermannsson sat allan tímann á varamannabekk Bröndby.

Ísak Bergmenn var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping en hann var á miðri miðjunni að þessu sinni. Átti hann mjög fínan leik eins og aðrir leikmenn liðsins. Christoffer Nyman kom Norrköping yfir eftir tæpan hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik.

Snemma í þeim síðari bætti Rasmus Lauritsen við marki fyrir heimamenn. Staðan orðin 2-0 og þar við sat. Ísak Bergmann lék allan leikinn.

Norrköping er sem fyrr á toppi deildarinnar en liðið er með 23 stig þegar eftir tíu leiki. 

Mikael og félagar voru eins og áður kom fram þegar orðnir meistarar. Hann kom inn af bekknum á 64. mínútu en staðan var þá þegar orðin 1-1. 

Lauk leiknum þannig.

Midtjylland hefur nú lokið leik í dönsku deildinni. Liðið endaði með 82 stig, 18 meira en AGF sem er í öðru sæti sem stendur. FC Kaupmannahöfn gæti stokkið upp í annað sætið takist þeim að vinna AaB í lokaleik sínum annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×