Enski boltinn

„Harð­orðir gagn­vart Pogba en enginn talar um Ras­h­ford“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba ósáttur í jafnteflinu í gær.
Pogba ósáttur í jafnteflinu í gær. vísir/getty

Patrice Evra, fyrrum varnarmaður Manchester United, var ósáttur með frammistöðu liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn West Ham á heimavelli í gær.

Með sigri hefði United farið langleiðina með að tryggja sér Meistaradeildarsæti en þeir lentu 1-0 undir eftir mark úr vítaspyrnu frá Michail Antonio. Mason Greenwood jafnaði svo í síðari hálfleik og þar við sat.

Vítaspyrna var dæmd á United eftir að Paul Pogba handlék knöttinn innan vítateigs en margir gagnrýndu Frakkann eftir leikinn í gær. Evra kom þó samlanda sínum til varnar.

„Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur fyrir United en ég er vonsvikinn með frammistöðuna,“ voru fyrstu viðbrögð Evra eftir leikinn í gær.

„Það hafa hörð ummæli fengið að falla um Pogba og vítaspyrnuatvikið en enginn talar um Rashford. Hann átti mjög slakan leik en West Ham á allt hrós skilið.“

Gary Neville, lýsti leiknum á Sky Sports í gær, og hann setti einnig spurningarmerki við hvort að Marcus Rashford gengi einfaldlega heill til skógar.

„Marcus Rashford hefur verið skelfilegur fystu fimmtán mínúturnar. Einnig líkamlega. Manchester United hvíldi leikmenn í undanúrslitum enska bikarsins en það virðist ekki hafa hjálpað þeim. Þetta er ekki þeirra besta kvöld en líkamlega þá virðast þeir einhvers staðar allt annars staðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×