Enski boltinn

Lampard birtist ó­vænt í beinni hjá Sadio Mane á Insta­gram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sadio Mane í leik með Liverpool á leiktíðinni en hann hefur verið einn besti maður liðsins.
Sadio Mane í leik með Liverpool á leiktíðinni en hann hefur verið einn besti maður liðsins. vísir/getty

Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að enski meistaratitillinn fór á loft í gærkvöldi.

Liverpool vann Chelsea 5-3 í gær og eftir leikinn fór Englandsmeistaratitillinn á loft. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem félagið fær bikarinn í hendurnar og gleðin var eftir því.

Það voru þó ekki bara leikmenn og starfsfólk Liverpool sem komu fram í myndbandi Mane því Frank Lampard, stjóri Chelsea, birtist þar einnig en hann beið inn í göngunum eftir leikmönnum Liverpool og óskaði þeim til hamingju.

„Vel gert, til hamingju,“ sagði Lampard við Mane er hann tók utan um hann og brosti framan í myndavélina.

Mane var hress og kátur í myndbandinu og tók m.a. viðtal við Naby Keita í búningsklefanum og spurði hann út í markið fallega sem hann skoraði í gær.

Hann labbaði svo á milli starfsfólks Liverpool og sagði að þetta væri einnig þeirra titill. Reisn yfir Senegalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×