Enski boltinn

Man. United vill stela ungstirni sem hefur raðað inn mörkum fyrir grannana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Charlie McNeill í leik með U18-ára liði Man. City.
Charlie McNeill í leik með U18-ára liði Man. City.

Manchester United eru nærri því að landa samningi við Charlie McNeill frá grönnum sínum í Manchester City.

Enski unglingalandsliðsmaðurinn vill yfirgefa City en hann hafnaði atvinnumannasamningi við City. Nú vilja grannarnir í United fá hann.

McNeill verður ekki sautján ára fyrr en í september og því gæti Man. United þurft að borga bætur fyrir McNeill til granna sinna.

Talið er að United borgi dágóða summu fyrir unglinginn en City vildi bæta við alls kyns klásúlum sem United er ekki hrifið af. Til að mynda tengda frammistöðum hans.

McNeill er stuðningsmaður United og byrjaði þar ungur í fótbolta áður en hann fór til City.

Hann hefur raðað inn mörkum fyrir City en hann hefur skorað 600 mörk í akademíum City undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×