Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 17:21 „Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira