Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum heyrum við í formanni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem segir þjóðina eiga þá lágmarks kröfu að yfirmenn lögreglunnar í landinu séu nokkurn veginn til friðs. Það sé óþolandi að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rökstyður hvers vegna hún vill að kosið verði að hausti en ekki vori til Alþingis á næsta ári.

Og við gerum aðra tilraun til að skreppa á Kópasker vegna Lottumálsins en íbúarnir eru afslappaðir og segja þorpið og nágrenni þess hafa upp á mikið að bjóða fyrir ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×