Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. júlí 2020 15:04 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðjum kjaradeilum. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Þá segist hann hafa farið fram á að lög sem meina slökkviliðsmönnum að fara inn í íbúðarhúsnæði verði tekin til skoðunar eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þann 17. júlí brá Icelandair á það ráð að segja upp öllum þeim 38 flugfreyjum sem störfuðu þá hjá félaginu á meðan kjaradeilan hjá Flugfreyjufélaginu var enn á borði ríkissáttasemjara. Deildar meiningar voru uppi um hvort Icelandair hafi mátt grípa til þessara uppsagna og var viðbúið að málið yrði leyst fyrir Félagsdómi. Til þess kom þó aldrei enda náðu flugfreyjur og Icelandair saman rúmum sólarhring eftir uppsagnirnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir hins vegar að í hans huga að ákvörðun Icelandair hafi verið á gráu svæði og gengið á rétt launafólks. „Mín skoðun er sú að þetta sé ákveðinn réttur sem á að verja launamenn. Þegar þú ert í viðræðum, þegar þú ert inni hjá sáttasemjara þá sé það ekki valkostur að fara þessa leið. Það er algerlega ljóst í mínum huga að þetta hefði ekki staðist. Ég held það sé alveg ljóst, í mínum huga, að menn voru komnir inn á grátt svæði þarna hvað þetta snerti,“ segir Ásmundur. Hann muni þannig ekki tala fyrir því að önnur fyrirtæki fari sömu leið og Icelandair. „Maður sér líka núna hættulega umræðu um að það sé bara eðlilegt að fara að stokka þetta kerfi upp til þess að draga úr þessum rétti og því er ég algerlega mótfallinn.“ Á Sprengisandi í morgun var Ásmundur jafnframt spurður um viðbrögð stjórnvalda við brunanum á bræðraborgarstíg í lok júní þar sem þrennt lét lífið. Ráðherra segir rannsókn málsins nú á borði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, sem hann hafi beint tilmælum til. „Það er inni í lögum í dag að slökkvilið megi ekki fara inn í íbúðarhúsnæði. Ég hef beðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að skoða sérstaklega hvort það sé ástæða til þess að fara í einhverjar lagabreytingar. Ég er tilbúinn til þess að koma fram með þær lagabreytingar sem þurfi til að draga úr líkum að svona geti gerst aftur,“ segir Ásmundur Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Icelandair Kjaramál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52 Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Þá segist hann hafa farið fram á að lög sem meina slökkviliðsmönnum að fara inn í íbúðarhúsnæði verði tekin til skoðunar eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þann 17. júlí brá Icelandair á það ráð að segja upp öllum þeim 38 flugfreyjum sem störfuðu þá hjá félaginu á meðan kjaradeilan hjá Flugfreyjufélaginu var enn á borði ríkissáttasemjara. Deildar meiningar voru uppi um hvort Icelandair hafi mátt grípa til þessara uppsagna og var viðbúið að málið yrði leyst fyrir Félagsdómi. Til þess kom þó aldrei enda náðu flugfreyjur og Icelandair saman rúmum sólarhring eftir uppsagnirnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir hins vegar að í hans huga að ákvörðun Icelandair hafi verið á gráu svæði og gengið á rétt launafólks. „Mín skoðun er sú að þetta sé ákveðinn réttur sem á að verja launamenn. Þegar þú ert í viðræðum, þegar þú ert inni hjá sáttasemjara þá sé það ekki valkostur að fara þessa leið. Það er algerlega ljóst í mínum huga að þetta hefði ekki staðist. Ég held það sé alveg ljóst, í mínum huga, að menn voru komnir inn á grátt svæði þarna hvað þetta snerti,“ segir Ásmundur. Hann muni þannig ekki tala fyrir því að önnur fyrirtæki fari sömu leið og Icelandair. „Maður sér líka núna hættulega umræðu um að það sé bara eðlilegt að fara að stokka þetta kerfi upp til þess að draga úr þessum rétti og því er ég algerlega mótfallinn.“ Á Sprengisandi í morgun var Ásmundur jafnframt spurður um viðbrögð stjórnvalda við brunanum á bræðraborgarstíg í lok júní þar sem þrennt lét lífið. Ráðherra segir rannsókn málsins nú á borði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, sem hann hafi beint tilmælum til. „Það er inni í lögum í dag að slökkvilið megi ekki fara inn í íbúðarhúsnæði. Ég hef beðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að skoða sérstaklega hvort það sé ástæða til þess að fara í einhverjar lagabreytingar. Ég er tilbúinn til þess að koma fram með þær lagabreytingar sem þurfi til að draga úr líkum að svona geti gerst aftur,“ segir Ásmundur Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Icelandair Kjaramál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52 Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52
Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent