Björgunarsveitir úr bæjum Ísafjarðardjúps hafa verið kallaðar út vegna ungs pars í vanda á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur á Hornströndum. Útkallið barst á tólfta tímanum í kvöld.
Mikil þoka er á svæðinu og verða gönguhópar ferjaðir yfir á Hornstrandir til leitar og aðstoðar með björgunarskipinu Gísla Jóns.