Erlent

Trúboð í Amasón bannað vegna faraldursins

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Amasón regnskóginum í Brasilíu.
Frá Amasón regnskóginum í Brasilíu. Getty/Antonio Rezende

Brasilískur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að banna skuli hópi trúboða að halda inn í Amasón regnskóginn til að stunda þar trúboð. Þó nokkur fjöldi ættbálka ,sem eiga í litlum sem engum samskiptum við umheiminn, býr í regnskóginum.

Alríkisdómarinn Fabiano Verli úrskurðaði í málinu gegn trúboðunum Andrew Tonkin, Josiah McIntyre og Wilson de Benjamin sem starfa fyrir trúboðahópinn New Tribes Mission of Brazil. Samtökin festu nýverið kaup á þyrlu til þess að geta komist í samband við einangraða ættbálka í skóginum.

Í niðurstöðu dómara kom fram að hætta væri á að trúboðarnir myndu bera kórónuveirusmit inn í ættbálkana sem gæti haft skelfilegar afleiðingar.

Réttindabaráttu hópar frumbyggja Amasón skógarins hefur fagnað þessari niðurstöðu og þeim möguleika sem veittur er til einangrunar ættbálkanna með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×