Ástandið á dvalarheimilum í Ástralíu alvarlegt Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 10:44 Hermenn og heilbrigðisstarfsmenn fyrir utan dvalarheimili í Melbourne. EPA/DANIEL POCKETT Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin. Metfjöldi nýsmitaðra greindist í Viktoríuhéraði á mánudaginn, alls 532, og þar af margir á dvalarheimilum. Búið er að staðfesta að minnst 804 íbúar dvalarheimila í Viktoríu eru smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Minnst 49 íbúar dvalarheimila hafa dáið í héraðinu á undanförnum dögum og þeim mun fjölga. Aldraðir eru viðkvæmastir gagnvart sjúkdómnum. „Við munum sjá fleiri deyja, sérstaklega á dvalarheimilum,“ sagði Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, á mánudaginn, samkvæmt frétt ABC News. Í dag greindust 295 smitaðir í Viktoríu og níu dóu, þar af sjö á dvalarheimilum. Þann 6. júní greindist ekkert nýtt tilfelli í Viktoríu og varð það í fyrsta sinn frá því i mars. Það varði þó ekki lengi. Þann 17. júní greindust 21 nýsmitaður en síðustu vikuna hafa 386 greinst smitaðir á degi hverjum, að meðaltali. ABC segir að 92 hafi dáið. Heilt yfir hafa nærri því 15.600 smitast í Ástralíu og 176 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Útbreiðsla veirunnar hefur aukist á undanförnum dögum og hafa yfirvöld víða í landinu gripið til félagsforðunar og samkomuhöft á nýjan leik. Ríkisstjórn Ástralíu hefur sent 1.400 hermenn og fimm neyðarsveitir til Melbourne og er þeim ætlað að aðstoða yfirvöld þar. Hermenn munu meðal annars leysa heilbrigðisstarfsfólk sem er í sóttkví og einangrun af og aðstoða við smitrakningu. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin. Metfjöldi nýsmitaðra greindist í Viktoríuhéraði á mánudaginn, alls 532, og þar af margir á dvalarheimilum. Búið er að staðfesta að minnst 804 íbúar dvalarheimila í Viktoríu eru smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Minnst 49 íbúar dvalarheimila hafa dáið í héraðinu á undanförnum dögum og þeim mun fjölga. Aldraðir eru viðkvæmastir gagnvart sjúkdómnum. „Við munum sjá fleiri deyja, sérstaklega á dvalarheimilum,“ sagði Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, á mánudaginn, samkvæmt frétt ABC News. Í dag greindust 295 smitaðir í Viktoríu og níu dóu, þar af sjö á dvalarheimilum. Þann 6. júní greindist ekkert nýtt tilfelli í Viktoríu og varð það í fyrsta sinn frá því i mars. Það varði þó ekki lengi. Þann 17. júní greindust 21 nýsmitaður en síðustu vikuna hafa 386 greinst smitaðir á degi hverjum, að meðaltali. ABC segir að 92 hafi dáið. Heilt yfir hafa nærri því 15.600 smitast í Ástralíu og 176 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Útbreiðsla veirunnar hefur aukist á undanförnum dögum og hafa yfirvöld víða í landinu gripið til félagsforðunar og samkomuhöft á nýjan leik. Ríkisstjórn Ástralíu hefur sent 1.400 hermenn og fimm neyðarsveitir til Melbourne og er þeim ætlað að aðstoða yfirvöld þar. Hermenn munu meðal annars leysa heilbrigðisstarfsfólk sem er í sóttkví og einangrun af og aðstoða við smitrakningu.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira